*Athöfn á Fullu Tungli – á veraldarvefnum*

Fullt Tungl 2.janúar 2018

Nýársblessun – óskir og markmið fyrir nýja árið
-Athöfn á veraldarvefnum-

Árið 2018 byrjar með undursamlegu fullu tungli 2.janúar.
Það er upplagt að byrja árið á að óska sér og setja sér markmið. Við notum eldorkuna og kraftinn til að aðstoða okkur við að sleppa því sem ekki þjónar okkur lengur.  Við sleppum gamla árinu og þannig opnum við nýtt rými fyrir töfra og ljós inní nýtt ár.

Unnur Arndísardóttir Seiðkona býður konum að sameinast í töfrandi athöfn á veraldarvefnum, á fyrsta fulla tungli ársins. Hún býður uppá athöfn á netinu þar sem þú færð senda uppskrift af seremoníu sem þú getur gert heima í stofu, sem inniheldur hljóðupptöku með Nýárs-Hugleiðslu.

Unnur býður þér að tengjast Íslensku Gyðjunum og Tunglorkunni á fyrsta fulla tungli ársins. Við biðjum Frigg og Gyðjur Fensala að blessa leiðina okkar inní nýtt ár.

Sameinumst í Systrahring á Fullu tungli og kveikjum ljós fyrir nýtt ár, hvar sem við erum staddar.

Athöfnin kostar 3500 kr
(Þær sem skrá sig á allar athafnir Norræna Tunglsins 2018 fá þessa athöfn fría)

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar á [email protected] 


Unnur Arndísar seiðkona
hefur seinustu 8 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.