*Athöfn á Nýju tungli 11.október*

tungl veturNýtt tungl 11.október 2015

Nýju tungli verður fagnað í Móðurhofi á Stokkseyri Sunnudaginn 11.október!

11.október fögnum við Nýju tungli í Móðurhofi.
Við stígum nær vetrinum, myrkrinu og því andlega sem býr djúpt hið innra.
Við munum hreinsa, óska okkur, hugleiða og fá blessun og þannig undirbúa okkur fyrir myrkrið og veturinn.
Eftir orkumikið haustið býðst okkur á þessu Nýja tungli að endurnýjast á ný. Við munum blessa hvor aðra, umvefja og þannig ganga sterkar inní veturinn.

Á Norræna Árstíðarhjólinu færumst við nær vetrinum og myrkrinu. Í lok Október fögnum við Nýju ári með Friðarathöfn. Því er svo upplagt á þessu Nýja tungli í Vog að hreinsa allt gamalt í burtu, fá blessun og heila næstu skref í lífi okkar.

Á þessu nýja tungli höfum við kertin fjólublá. Kubbakerti sem geta staðið sjálf – og ekki hefur verið kveikt á áður.
Það er líka upplagt að vera í fjólubláum klæðum eða með eitthvað fjólublátt með okkur.
Einnig er gott að hafa með sér slæðu til að vefja sig í, og koma með púða og teppi til að þetta verði sem notalegast hjá okkur.

Á Nýju tungli sameinast konur í Móðurhofi, og biðja fyrir sér og heiminum öllum.
Í heilögum takti við Tunglorkuna og Töfra alheimsins sameinumst við í heilun og vekjum upp hinn helga kvennkraft sem býr innra með hverri konu.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Eftir athöfnina verður boðið uppá heitt te – og allir koma með eitthvað nasl til að deila.

Mæting í Móðurhof kl 17.30. Athöfnin byrjar kl 18.00!

Það er mikilvægt að skrá sig á [email protected] eða í síma 696-5867.
Plássið er ekki stórt í Móðurhofi – því er betra að skrá sig sem fyrst til að halda sínu plássi.

Það kostar 3000 kr að vera með!

Athöfnin fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

~Móðurhof~
Úní Arndísar
www.uni.is
[email protected]
s.696-5867