*Bríet og fleiri brúðir í keltneskum sið*

riders_of_the_sidhe-john-duncan-d-1945-2

Bríet og fleiri brúðir í keltneskum sið

Gyðjusögur Móðurhofi
Föstudaginn 13. Janúar 2017 kl. 19:00 til 22:00

örnámskeið með Valgerði H. Bjarnadóttur

Í þessari örnámskeiðaröð um Gyðjuna og trúarsögu kvenna leiðir Valgerður þátttakendur inn í heim sem er óháður tíma og rúmi, í gegnum fróðleik, spjall og hugleiðslur.

Í Gyðjusögu kvöldsins lítum við til menningar Bretlandseyja, þaðan sem meiri hluti landnámskvenna og hluti landsnámskarla komu. Þar hafði kristni víða verið ráðandi um aldir, þótt ekki væri djúpt á heiðnum siðum og hugmyndum.  Álfheimar, helgir staðir í náttúrunni og dýrlingar sem sumir voru beinir “afkomendur” heiðinna goða voru lifandi fyrirbæri og eru að hluta enn.

Sögurnar um Artúr konung og systur hans Morgan/Morgause, álfadrottninguna Rhiannon og gyðjuna og dýrlinginn Bríeti/Brighid eða Brúði/Bride eru dæmi um þá arfleifð sem þær keltnesku konur ólust upp í, sem hér settust að og fluttu eflaust með sér. Þennan keltneska, kristna og heiðna jarðveg skoðum við og veltum fyrir okkur áhrifum hans á þá menningu sem hér mótaðist og sem enn hefur áhrif á okkur.

 
Valgerður Bjarnadóttir

Valgerður H. Bjarnadóttir er með MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú. Hún er höfundur bókarinnar The Saga of Vanadís, Völva and Valkyrja.
Nánari upplýsingar um Vanadísi á www.vanadis.is og www.facebook.com/Vanadisin

 

 

Örnámskeiðið kostar 5000 kr.
F
er fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.
Skráning hjá Unni Arndísar á [email protected] eða í síma 696-5867