Byrjendanámskeið í Yoga ~ í hádeginu

yogamin 

Byrjendanámskeið í Yoga – i hádeginu
Móðurhof Stokkseyri

Þriðjudögum og Fimmtudögum kl 11:00-12:30
6-29.september 2016 – 4 vikna námskeið
Námskeiðisgjald er 18.000 kr
15% afsláttur í boði fyrir öryrkja og atvinnulausa

Kenndar verða grunnæfingar í Jóga, öndun, hugleiðslu og slökun.
Lítið og persónulegt Jóganámskeið sem er sniðið eftir getu hvers og eins.
Einungis 5 pláss í boði.

Mjúkt og notalegt yoga sem eykur tengslin við líkama okkar, tilfinningar og okkur sjálf.
Grunnæfingar í yoga, öndun, hugleiðslu og slökun.

Langar þig að prufa yoga og hvort að það henti þér og þínum líkama?
Engin reynsla af yoga, fimleiki eða þekking þörf til að taka þátt.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]

UniUnnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010.