Dekur á Eyrarbakka!

Dekur á Eyrarbakka

Langar þig að eiga notalega stund með hópnum þínum,  vinkonum, vinnufélögum eða samstarfsaðilum?

Við hjálpum þér að skipuleggja notalega og nærandi stund fyrir hópinn þinn.
Við erum á Eyrarbakka, þar sem náttúran hjálpar til við að gera stundina enn notalegri.

Unnur Arndísardóttir og Lena Sigurmundsdóttir hjálpa þér að útbúa notalega stund með hópnum þínum.

Höfum einnig á okkar snærum íbúð þar sem hópurinn þinn gæti gist ef svo ber við.

Unnur býður uppá Yoga, Hugleiðslur, Tónaheilun, Blómadropameðferðir og Gyðjuathafnir.

Lena er Snyrtifræðingur.

Dekur á Eyrarbakka er samstarfsverkefni Unnar Arndísardóttur og Lenu Sigurmundsdóttur. Þær búa báðar á Eyrarbakka og fannst upplagt að leiða saman hesta sína, og hjálpa hópum að eiga notalegar stundir saman.
Það eru nokkrar dekurleiðir sem hópurinn þinn getur farið í. Allar innihalda þær notalegar og nærandi stundir – sem heila líkama og sál.
Á Eyrarbakka er í boði að fara í Gönguferðir meðfram ströndinni, Hugleiða við hafið, gera Yoga, njóta Gyðjuathafna þar sem við óskum okkur og köllum á Íslensku Gyðjuna sem býr í okkur öllum, og eða njóta þess að fara í Handsnyrtingu, Andlitsbað og ýmislegt dekur sem hjálpar okkur að njóta þess að vera til til hins ýtrasta.

Við bjóðum einnig uppá að koma til ykkar með dekur – þ.e.a.s ef þið eruð á höfuðborgarsvæðinu eða nálægt Eyrarbakka 😉

Endilega hafið samband og látið okkur vita hvað þú og hópurinn þinn hafið í huga, og við útbúum eitthvað notalegt!

Bókanir og nánari upplýsingar:

hjá Unni í síma 696-5867 eða á [email protected]

hjá Lenu í síma 868-0039 eða á [email protected]

Pakki 1 – Kvöld

Lena – Andlits-skrúbbur og Maski. Handa-skrúbbur og Maski. Naglalökkun.
eða
Unnur – Kertaathöfn. Hugleiðsla. Athöfn fyrir hópinn. Spá í eitt spil á mann.

Pakki 2 – Kvöld
Hugleiðsla/Athöfn
Handaskrúbbur og Naglalökkun
Spá í eitt spil á mann

Pakki 3 – ½ dagur
Hugleiðsla, Yogatími, Gönguferð
Snyrting
Spálestur
Kaffi/ Te og með því

Pakki 4 – heill dagur
Hugmynd 1
Kl 10:00 Kynning – Dagurinn kynntur – Opnun
Kl 10:30 – 11:45 Yoga og hugleiðsla
Kl 12:00-13:00 Hádegisverður – Dýrindis hollustu Súpa, Brauð og Salat
Kl 13:00-14:00 Hugleiðsla – Tengjumst Móður Jörð
Kl 14:00-15:00 Trancendans – Umbreytingardans
Kl 15:00-16:30 Listsköpun – Málað eftir dansinn
16:30 Kaffi, te og kaka (kíkt í spil eða rúnir fyrir þær sem vilja)
17:00 Námskeiði lokið

Hugmynd 2
Kl 10:00 Kynning – Dagurinn kynntur – Opnun
Kl 10:30-11:45 Yoga og hugleiðsla
Kl 12:00-13:00 Hádegisverður – Dýrindis hollustu Súpa, Brauð og Salat
Kl 13:00-16:00 Snyrting
Spá + Blómadropar
Slökun og hugleiðsla á meðan eða gönguferð
Kl 16:30 Kaffi, te og með því

Hugmynd 3
Kl 10:00 Kynning – Dagurinn kynntur – Opnun
Kl 10:30-11:45 Yoga og hugleiðla / eða dans
Kl 12:00-13:00 Hádegisverður – Dýrindis hollustu Súpa, Brauð og Salat
Kl 13:00-14:30 Andlits-skrúbbur og Maski. Handa-skrúbbur og Maski. Naglalökkun.
Kl 14:30-16:00 Kertaathöfn – óskum okkur. Hugleiðsla. Slökun.
Kl 16:00-17:00 Kaffi/te og með því. Spá fyrir hverja og eina
Pakki 5 – Helgi

Hugmynd 1 – 1 nótt
Kl 17:00-18:00 Gönguferð um strendur Eyrarbakka. Tengjumst staðnum.
Kl 20:00-22:00 Hugleiðsla/athöfn
Handaskrúbbur og Maski. Naglalökkun
Spá í eitt spil á mann

Kl 10:00-11:30 Yogatími og hugleiðsla / dans /gönguferð
Kl 13:00-16:00 Spá + blómadropar
Snyrting
Kl 16:30 Lokaathöfn/hugleiðsla

Hugmynd 2 – 2 nætur
Kl 17:00-18:00 Gönguferð um strendur Eyrarbakka. Tengjumst staðnum.
Kl 20:00-21:00 Kynnning á helginni / Opnun / Hugleiðsla

Kl 9:00-9:45 Gönguferð
Kl 10:00-11:30 Yogatími og hugleiðsla / dans
Kl 13:00-18:00 Spá, Blómadropar, Snyrting, Nudd
Kl 20:00-22:00 Hugleiðsla/athöfn / óskum okkur
Handaskrúbbur og Maski. Naglalökkun

Kl 9:00-9:45 Gönguferð
Kl 10:00-11:30 Yogatími og hugleiðsla / dans
Kl 13:00-14:00 Lokaathöfn / hugleiðsla