~Endurnærandi Yoga – á Eyrarbakka~

~Endurnærandi Yoga~
*Yoga, Hugleiðsla og Slökun til innri friðar*

Fimmtudagskvöldið 3.maí 2018 kl 18:00-21:00

~Endurnærandi Yoga þar sem áherslan er lögð á kyrrð og ró~

-Langar þig að öðlast nánari tengsl við sjálfan þig og þinn innri frið?
-Langar þig að eiga ljúfa, notalega og friðsæla kvöldstund sem nærir líkama og sál?

Unnur Arndísardóttir og Bylgja Þorvarðardóttir jógakennarar bjóða uppá friðsæla og mjúka dagsskrá þar sem þær leiða mjúkt jóga, slökun og hugleiðslur. Þær kenna endurnærandi jógastöður sem hjálpa líkamanum að slaka, öndunaræfingar og hugleiðslu sem eykur frið og ró, og kenna leiðir til að nota ilmolíur til slökunar.

Í nútíma samfélagi þar sem allt gerist á miklum hraða er mikilvægt að hægja örlítið á sér og næra sál og líkama. Með hugleiðslu og mjúku yoga færumst við nær kjarnanum okkar, og færum frið og sátt inní líf okkar.

Í Endurnærandi Yoga tengjumst við friðnum hið innra,
og færum frið og ró inní líf okkar og umhverfi.

Námskeiðið kostar 8.000 kr
Námskeiðið fer fram í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]