*Fjallkonan 2017*

holding-water

Fjallkonan
-íslenski kvenkrafturinn og töfrar íslenskrar náttúru-

14. Janúar 2017
11. Febrúar 2017
11. Mars 2017
8. Apríl 2017

Í tunglorkunni – fyrstu 4 fullu tungl ársins 2017 – sameinast konur í Móðurhofi.

Unnur Arndísardóttir seiðkona og yogakennari leiðir konur í athafnir, hugleiðslur, öndun og gönguferðir til að tengjast Íslensku kvenorkunni. Í gegnum fróðleik, heilagar athafnir, hugleiðslu og öndun ferðumst við í átt að hinum helga gyðjukrafti innra með okkur. Við lærum að finna gyðjuna hið innra og í náttúrunni allt í kringum okkur. Með því að ferðast með Norræna árstíðarhjólinu og sjá að Móðir Jörð færir okkur stöðugt heilun og frið, færumst við nær fróðleiknum og viskunni sem býr hið innra.
Við útbúum altari, athafnir og tengjumst gyðjunni með reglulegri ástundun hugleiðslu og öndunar. Við stígum hugrakkar inn í nýja orku ársins 2017, sem er mikilvægt ár í upprisu kvenkraftsins.
Við byrjum árið á nýársbrennu þar sem við brennum í burtu allt gamalt og tökum á móti töfrum og ljósi nýs árs.

Setjum okkur heilandi markmið árið 2017 – sem hefur áhrif á allt líf okkar.

Íslensk náttúra ber einstakan kraft. Íslenska konan ber einstakan kraft. Leyfum okkur að sjá og finna að við sjálfar berum þennan einstaka kraft.

Fróðleikur og ástundun:
*Íslensku/Norrænu Gyðjurnar og Norræna Árstíðarhjólið
*Eldathafnir
*Tunglorkan – hvernig tunglið hefur áhrif á konuna
*Mandala – leggjum spil og rúnir fyrir árið
*Íslensk náttúra og dýr
* Altari – úti og inni
*Kraftur bænarinnar og óska – setjum okkur markmið
*Regluleg ástundun hugleiðslu og öndunar
*Göngur um fjörur Stokkseyrar
*Fjallkonuvígsla – sameinumst íslenskri kvenorku á heilögum stað

Námskeiðin fara fram á Laugardögum kl 10-17.
14. Janúar, 11. Febrúar, 11. Mars og 8. Apríl 2017
Námskeiðisgjald er 33.000 kr
Innifalið er 4 Laugardagar þar sem boðið er uppá kaffi, te og snarl, en gott er að taka með sér nesti fyrir hádegisverð.
Einnig er innifalið 4 fyrstu nýja tunglsathafnirnar í Móðurhofi í Janúar, Febrúar, Mars og Apríl.
Allar konur hjartanlega velkomnar.

Námskeiðin fara fram í Móðurhofi, heilunar-og jógastöð Unnar Arndísar, að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar s. 696-5867 eða á [email protected]

unibrullupUnnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 7 árin haldið jarðar- og tunglathafnir. Þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum, Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur