Freyjuathöfn – Vorfögnuður

Freyjuathöfn
-tileinkuð ástargyðjunni Freyju-

 

Vorfögnuður Miðvikudaginn 2.maí 2018 kl 18:30 – 21:00 á Eyrarbakka!

Miðvikudagskvöldið 2.maí nk. fögnum við vori með Freyjuathöfn á Eyrarbakka!
Freyjuathöfnin er fyrir konur á öllum aldri, þar sem Gyðjunni hið innra er fagnað!

Nú snýst Norræna Árstíðarhjólið og fögnum við vori og árstíma ástargyðjunnar Freyju.
Ástargyðjan sem kveikir ástríðuna í maganum og kærleikann í hjartanu.
Freyja birtist í náttúrunni á þessum árstíma sem brumið á trjánum, sem mjúkur vordagur þar sem blærin kyssir kinn, og sem fallegt vorblóm sem gleður hjartað. Hún minnir okkur á vonina og trúnna á að jafnvel eftir langan, dimman veturinn kemur ljúft vorið að lokum.

Freyja kennir okkur að elska, okkur sjálfar og aðra. Hún færir blessun vorsins, og minnir okkur á að tileinka okkur eiginleika náttúrunnar í vorinu og leyfa okkur að blómstra eftir langan veturinn. Hún blessar líkama okkar með mýktinni og sjálfskærleikanum.

Í þessari Freyjuathöfn tileinkaðri Gyðjunni Freyju útbúum við ástargaldur og kærleiksaltari tileinkað Móður Jörð, við fáum hreinsun og blessun sem veitir okkur styrk í að trúa og treysta enn betur á kærleikann og ljósið sem býr innra með okkur öllum. Við hugleiðum og óskum okkur, og þannig göngum hugrakkari til móts við vorið.

Allar konur hjartanlega velkomnar. Upplagt fyrir mæðgur, vinkonur, systur og frænkur!
Finnum ástargyðjuna innra með okkur vakna til lífsins í hlýju og mýkt og hristum af okkur vetrardoðann!

Freyjuathöfnin fer fram í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.
Það kostar 5.000 kr að vera með.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected] 

 

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 8 árin haldið Freyjudaga og Gyðjuathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.