~Freyjudagur 10.júní 2017~

Freyjudagur
-tileinkaður ástargyðjunni Freyju-

Á fullu tungli – Laugardaginn 10.júní 2017
kl 10.00-17.00 í Móðurhofi Stokkseyri

Laugardaginn 10.júní nk. fögnum við sumri með Freyjudegi í Móðurhofi!
Freyjudagurinn er fyrir konur á öllum aldri, þar sem Gyðjunni hið innra er fagnað!
Þetta er seinasti Freyjudagurinn á Stokkseyri, þar sem Móðurhofið undirbýr nú flutninga.

Nú er árstími ástargyðjunnar Freyju. Ástargyðjan sem kveikir ástríðuna í maganum og kærleikann í hjartanu. Freyja birtist í náttúrunni á þessum árstíma sem laufin á trjánum og blómin í móanum, sem mjúkur sumardagur þar sem blærin kyssir kinn. Hún kennir okkur að trúa því að jafnvel eftir langann dimmann veturinn kemur ljúft sumarið að lokum.
Freyja kennir okkur að elska, okkur sjálfar og aðra. Hún færir blessun sumars, og minnir okkur á að tileinka okkur eiginleika náttúrunnar í sumrinu og leyfa okkur að blómstra. Hún blessar líkama okkar með mýktinni og sjálfskærleikanum.

Á þessum Freyjudegi tileinkuðum Gyðjunni Freyju lærum við að útbúa okkar eigin ástargaldur, við göngum í fjörunni og útbúum kærleiksaltari tileinkað Móður Jörð, við fáum hreinsun og blessun sem veitir okkur styrk í að trúa og treysta enn betur á kærleikann og ljósið sem býr innra með okkur öllum. Við hugleiðum og óskum okkur, og þannig göngum hugrakkari til móts við sumar og sól.

Langar þig að læra að útbúa þitt eigið kærleiksaltari, og þinn eiginn ástargaldur eða ósk?
Freyjudagurinn sem tileinkaður er ástinni er Freyjudagurinn þinn!

Allar konur hjartanlega velkomnar. Upplagt fyrir mæðgur, vinkonur, systur og frænkur!
Njótum lífsins og fegurðarinnar sem býr innra með hverri konu!

Freyjudagurinn fer fram í Móðurhofi, að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri. 

Það kostar 10.000 kr að vera með.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]
Einungis örfá pláss í boði – Seinasti skráningardagur er 3.júní 2017.

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 7 árin haldið Gyðjuathafnir og Freyjudaga, þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

Á Freyjudögum leiðir Unnur kvennahópa um djúp fræði Gyðjunnar.
Á Freyjudögum kynnumst við Norrænu Gyðjunum betur og lærum athafnir, hugleiðslur og aðferðir til að opna augu okkar fyrir undursamlegu Móður Jörð allt í kringum okkur.
Á Freyjudögum hugleiðum við, dönsum, lærum að útbúa altari og athafnir tengdar Gyðjunni, göngum um fallegar strendur Stokkseyrar og nærum Gyðjuna hið innra.

„Ég vil gefa Freyjudögum mín bestu meðmæli! Þetta er dagur sem hver kona ætti að prófa sem vill fá andlega næringu í sitt líf. Á síðasta ári missti ég manninn minn og þurfti virkilega á andlegri næringu að halda. Unnur kom í Lions klúbb sem ég er í og kynnti Freyjudaginn þar. Ég fór ásamt dóttur og tengdadóttur og fann ég þvílíkan mun á mér næstu daga. Ég kynnti þetta fyrir öðrum ekkjum og fórum við 9 saman allar sem misst höfðum menn sína sl. ár og gáfum við þessum degi allar hæstu einkunn sem hægt væri að gefa . Þær mæðgur sem bjóða upp á þennann dag eru fullar af útgeislun og innri frið, og hafa fullt að gefa öðrum konum.“ 
Guðbjört Ingólfsdóttir, Njarðvík.