~Freyjudagur 18.maí 2013~

Freyjudagur við hafið!

Laugardaginn 18.maí nk. í Merkigili á Eyrarbakka!

Laugardaginn 18.maí fögnum við sumrinu með Freyjudegi, fyrir konur á öllum aldri, á Eyrarbakka. Þar sem lögð verður áhersla á að ná í kvennkraftana hið innra. Boðið verður uppá hugleiðslu, yoga, Trancendans, gönguferð og hugleiðslu á ströndinni, listsköpun, hollan hádegisverð og eftirmiðdagskaffi/te og með því.

Allar konur hjartanlega velkomnar.
Freyjudagurinn hefst kl 10 og stendur til kl 17 Laugardaginn 18.maí 2013.
Það kostar 15.000 kr að vera með, innifalið í því er öll dagsskráin yfir daginn og fæði.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 696-5867 eða á [email protected]

Mæðgurnar Unnur og Arndís bjóða uppá Freyjudag, þar sem konur koma saman og virkja Gyðjuna hið innra!
Unnur Arndísardóttir er Yogakennari, Tónaheilari, Blómadropaþerapisti, Seiðkona, Spákona og Söngvaskáld.
Arndís Sveina er Listakona, Nuddari, Heilari og Trancendanskennari.

„Ég vil gefa Freyjudögum í Merkigili mín bestu meðmæli! Þetta er dagur sem hver kona ætti að prófa sem vill fá andlega næringu í sitt líf. Á síðasta ári missti ég manninn minn og þurfti virkilega á andlegri næringu að halda. Unnur kom í Lions klúbb sem ég er í og kynnti Freyjudaginn þar. Ég fór ásamt dóttur og tengdadóttur og fann ég þvílíkan mun á mér næstu daga. Ég kynnti þetta fyrir öðrum ekkjum og fórum við 9 saman allar sem misst höfðum menn sína sl. ár og gáfum við þessum degi allar hæstu einkunn sem hægt væri að gefa . Þetta er eitthvað sem við kynnumst bara í Merkigili, sem er lítið hús við fjöruna á Eyrabakka umvafið sál. Þær mæðgur sem bjóða upp á þennann dag eru fullar af útgeislun og innri frið, og hafa fullt að gefa öðrum konum.“ Guðbjört Ingólfsdóttir, Njarðvík.