*Freyjudagur – á fullu Sjafnartungli*

pink moon

Freyjudagur
-tileinkaður ástargyðjunni Sjöfn-

Á fullu tungli – Laugardaginn 21.maí 2016 kl 10.00-17.00
Móðurhof Stokkseyri

Laugardaginn 21.maí nk. fögnum við vorinu með Freyjudegi í Móðurhofi!
Freyjudagurinn er fyrir konur á öllum aldri, þar sem Gyðjunni hið innra er fagnað!

Nú er árstími ástargyðjunnar Sjafnar.  Ástargyðjan sem kveikir ástríðuna í maganum og kærleikann í hjartanu. Sjöfn birtist í náttúrunni á þessum árstíma sem laufin sem nú birtast á trjánum, sem mjúkur vordagur þar sem blærin kyssir kinn. Hún kennir okkur að trúa því að jafnvel eftir langann dimmann veturinn kemur ljúft vorið að lokum.
Sjöfn kennir okkur að elska, okkur sjálfar og aðra. Hún færir blessun vorsins, og minnir okkur á að tileinka okkur eiginleika náttúrunnar í vorinu. Hún blessar líkama okkar með mýktinni og sjálfskærleikanum.

Á þessum Freyjudegi tileinkuðum Gyðjunni Sjöfn lærum við að útbúa okkar eigin ástargaldur, við göngum í fjörunni og útbúum kærleiksaltari tileinkað Móður Jörð, við fáum hreinsun og blessun sem veitir okkur styrk í að trúa og treysta enn betur á kærleikann og ljósið sem býr innra með okkur öllum. Við hugleiðum og óskum okkur, og þannig göngum hugrakkari til móts við sumar og sól.
Freyjudagurinn endar svo með lítilli eldathöfn þar sem við kveikum ástareldinn.

Langar þig að læra að útbúa þitt eigið kærleiksaltari, og þinn eiginn ástargaldur eða ósk?
Freyjudagurinn sem tileinkaður er ástinni er Freyjudagurinn þinn!

Allar konur hjartanlega velkomnar. Upplagt fyrir mæðgur, vinkonur, systur og frænkur! Njótum lífsins og fegurðarinnar sem býr innra með hverri konu!
Freyjudagurinn hefst kl 10 og stendur til kl 17 Laugardaginn 21.Maí.

Freyjudagurinn fer fram í Móðurhofi, Heilunar- og Jógastöð Unnar Arndísar á Stokkseyri.

Það kostar 10.000 kr að vera með.
Ef þið komið tvær saman kostar 16.000 kr fyrir báðar.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]

UniUnnur Arndísardóttir Seiðkona, Jógakennari og Tónlistarkona hefur um nokkurt skeið leitt athafnir til heiðurs Móður Jarðar og Norrænu Gyðjunum. Hún ásamt móður sinni Arndísi Sveinu er upphafskona Freyjudaga í Móðurhofi.
Á Freyjudögum leiðir Unnur kvennahópa um djúp fræði Gyðjunnar.
Á Freyjudögum kynnumst við Norrænu Gyðjunum betur og lærum athafnir, hugleiðslur og aðferðir til að opna augu okkar fyrir undursamlegu Móður Jörð allt í kringum okkur.
Á Freyjudögum hugleiðum við, dönsum, lærum að útbúa altari og athafnir tengdar Gyðjunni, göngum um fallegar strendur Stokkseyrar og endum á Eldathöfn þar sem við óskum okkur og köllum á Gyðjur og vætti inní líf okkar.

„Ég vil gefa Freyjudögum mín bestu meðmæli! Þetta er dagur sem hver kona ætti að prófa sem vill fá andlega næringu í sitt líf. Á síðasta ári missti ég manninn minn og þurfti virkilega á andlegri næringu að halda. Unnur kom í Lions klúbb sem ég er í og kynnti Freyjudaginn þar. Ég fór ásamt dóttur og tengdadóttur og fann ég þvílíkan mun á mér næstu daga. Ég kynnti þetta fyrir öðrum ekkjum og fórum við 9 saman allar sem misst höfðum menn sína sl. ár og gáfum við þessum degi allar hæstu einkunn sem hægt væri að gefa . Þær mæðgur sem bjóða upp á þennann dag eru fullar af útgeislun og innri frið, og hafa fullt að gefa öðrum konum.“
Guðbjört Ingólfsdóttir, Njarðvík.

hreinsun-72