*Friðardagur í Móðurhofi*

Blátt hafið

Friðardagur í Móðurhofi
*Hugleiðsla og Yoga til innri friðar*
4.Júní 2016 kl 10:00-16:00

Friðardagur í Móðurhofi á Stokkseyri verður haldinn Laugardaginn 4.júní nk.
Þar sem áherslan verður lögð á kyrrð og frið.

Langar þig að öðlast nánari tengsl við sjálfan þig og þinn innri frið?
Eru stress og kvíði eitthvað sem hrjáir þig?
Langar þig að eiga ljúfan, notalegan og friðsaman dag fyrir sjálfa þig?
Hvernig væri að byrja sumarið í frið og ró?

Á Friðardeginum í Móðurhofi öndum við að okkur andartakinu og finnum að friðaruppsprettan býr innra með hverju okkar.

Boðið verður uppá mjúkt jóga, slökun, hugleiðslur og gönguferð á ströndinni á Stokkseyri.

Unnur Arndísar jógakennari og seiðkona býður uppá friðsæla og mjúka dagsskrá 4.júní kl 10-16.
Hún mun leiða mjúkt jóga, slökun og hugleiðslur, þar sem áherslan er lögð á frið og ró. Hún kennir öndun, slökun og hugleiðslu sem gott er að taka með sér inní daglega lífið, og þannig færa meiri frið og ró inní líf okkar.

Í nútíma samfélagi þar sem allt gerist á miklum hraða er mikilvægt að hægja örlítið á sér og næra sál og líkama. Með hugleiðslu og mjúku yoga færumst við nær kjarnanum okkar, og færum frið og sátt inní líf okkar.
Á Friðardeginum í Móðurhofi tengjumst við friðnum hið innra, og færum frið og ró útí umhverfi okkar og líf.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Laugardagur 4.júní 2016

Kl 9:30 Mæting í Móðurhof

Kl 10:00-11:30 Mjúkt yoga, hugleiðsla og slökun

Hádegisverður

Kl 13:00 Gönguferð og Hugleiðsla á ströndinni á Stokkseyri

Kl 14:30-16:00 Friðarathöfn, hugleiðsla og slökun

Boðið verður uppá te og nasl í Móðurhofi.
Hægt er að koma með nesti eða borða á Fjöruborðinu á Stokkseyri í hádeginu.

Það eru einungis 6 pláss í boði á Friðdaginn.

Námskeiðið kostar 10.000 kr

Það komast ekki margir að í Móðurhofi því er um að gera að skrá sig sem fyrst!

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]

UniUnnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993.