*Friðareldur Norræna Viskuhringsins*

eldur2

Norræni Viskuhringurinn

-8 athafnir Norræna árstíðarhjólsins-

Friðareldur 31.október 2015

Norræni Viskuhringurinn heldur 8 eldathafnir á ári til að fagna árstíðum Norðursins. Eldathafnirnar fylgja árstíðum og orku Norræna árstíðarhjólsins.
Á hverju ári eru haldnar 8 eldathafnir á vegum Norræna Viskuhringsins á nokkrum stöðum í Skandinavíu.

Nú loksins verða eldathafnir Norræna Viskuhringsins á Íslandi opnar almenningi.
Hægt verður að taka þátt og fræðast nánar um Norræna Viskuhringinn og Norræna árstíðarhjólið í Móðurhofi á Stokkseyri.

Fyrsta opna eldathöfnin verður haldin 31.október nk.

Þann 31.október verður haldin Friðareldur. Eldathöfn sem markar nýtt ár á Norræna árstíðarhjólinu. Þar sem við sleppum blóma sumarsins, umbreytingu haustsins og göngum til móts við frið vetrarins.
Við göngum nú inn í myrkrið og fögnum tækifærinu að fá að líta inná við og tengjast friðinum sem býr djúpt innra með okkur öllum og í öllu sem lifir á Móður Jörð.
Þessi árstíð er tengd gyðjunni Hel hér í norðrinu. Hel, gyðjan sem býr í undirheimunum, leiðir okkur nú inná við. Hjálpar okkur að horfast í augu við okkur sjálf og sleppa því sem ekki tilheyrir okkur lengur.

Móðir Jörð kennir okkur að í dauðanum, umbreytingunni frá lífi sumars yfir í dauða vetrar, má finna fegurð, ró og frið.
Við sameinumst við eldinn, í þögn og hlustum og virðum Móður Jörð.

Norræni Viskuhringurinn er hópur fólks sem virðir og heldur um visku norðursins. Frá dulúð Íslands, til visku Sama, frumbyggja norður Noregs, og alla leið í mjúka og umvefjandi orku Danmerkur. Viska og ljós norðursins streymir til heimsins, okkur til handa, til aðstoðar og styrks, til að ganga inní nýja tíma ástar og einingar.

Í 8 athöfnum yfir árið virðum við og lærum af Norræna árstíðarhjólinu, og skoðum hinn helga rythma náttúrunnar og Móður Jarðar. Með því að deila upplifunum okkar í norðrinu opnum við fyrir flæði og visku norðursins, munum og virðum hlutverk okkar gagnvart Móður Jörð.

Við bjóðum ykkur velkomin í hinn helga hring.

Í athöfn Friðareldsins þann 31.október verða verndarar elds Danmerkur og Íslands saman komin til að opna almenningi eld Íslands.

Við bjóðum velkomna verndara elds Danmerkur Grace Steenberg viskukonu og heilara sem mun ásamt Unni Arndísardóttur seiðkonu halda námskeið og eldathöfn Norræna Viskuhringsins þann 31.október nk

Dagskráin þann 31.október verður tvískipt – hægt er að taka þátt í báðum viðburðum eða einungis í eldathöfninni.

Kl: 12.00 – 16.00 -Opnun, hreinsun og blessun-
Við bjóðum þér að stíga inní nýtt ár í takt við Móður Jörð. Með því að kynnast enn betur árstíðum okkar hér á landi, læra að hlusta og dvelja með orku Móður Jarðar, nálgumst við kjarnann okkar af virðingu og hlýhug.
Norræni Viskuhringurinn býður þér að ganga inní nýtt ár og læra að vera í takt við Jörðina okkar. Lærum að hlusta og finna hvernig náttúran sjálf bendir á hvernig betur megi lifa og dvelja í andartakinu.
Þær Grace og Unnur kynna Norræna árstíðarhjólið og árstíðina sem nú gengur í garð. Við hreinsum og blessum okkur áður en við svo göngum til móts við nýtt ár og vetur.
Þetta er hugsað sem notaleg leið til að dýpka skynjun okkar á Friðareldathöfn kvöldsins.
Þáttökugjald er 10.000 kr

Kl: 17.00-20:00 -Friðareldsathöfn Norræna Viskuhringsins-
Mæting í Móðurhof kl 17.00 – undirbúningur, hreinsun og kynning
Kl: 18:00-20:00 Friðareldur
Við kveikjum uppí kl 18.00 – athöfnin fer að mestu fram í þögn. Við hlustum og dveljum með orku árstíðarinnar og Móður Jarðar.
Möguleiki er á að sitja inni í Móðurhofi ef veður er leiðinlegt.
Boðið verður uppá te að athöfn lokinni – og hvetjum við alla til að taka með sér eitthvað nasl til að deila saman.
Þáttökugjald er 2000 kr – þau sem taka þátt í dagskránni yfir daginn greiða ekki þáttökugjald í eldathöfninni.

Grace myndGrace er Viskukona, rithöfundur, sjáandi og andlegur kennari.
Hún er fædd og uppalin í Danmörku, þar sem hún á djúpa tengingu við land, þjóð og menningu, sem á rætur sínar í hinni mjúku og umvefjandi dönsku hefð.
Grace er vígð í hefðir Paqo Indjána Andes fjalla Perú, sem kallast Ayni – hin helga hefð Paqo Indjána að gefa og þiggja. Hún nýtir þá hefð í þágu friðar, við skriftir og kennslu, auk þess sem hún leiðir fólk í vígslur og athafnir tengdar náttúru og krafti Norðursins. Hún leiðir námskeið í Danmörku, Noregi, Íslandi og í Grænlandi. Hún er ein upphafskvenna Norræna Viskuhringsins.
Grace stóð fyrir alþjóðlegri Ayni friðarráðstefnu á Íslandi árið 2011 og heldur því starfi áfram undir merkjum The Alchemy of Peace.

UniUnnur Arndísardóttir Tónlistarkona, Yogakennari og Seiðkona býður uppá Náttúrutengdar Gyðjuathafnir í Móðurhofi á Stokkseyri.
Unnur hefur lært helgar athafnir frá mismunandi hefðum hvaðanæfa í heiminum. Frá Indjánum Norður Ameríku, auk þess að hafa helgað líf sitt Gyðjunni og svarið eið sem Systir Avalon í Glastonbury í Englandi.
Unnur er einnig ein upphafskvenna Norræna Viskuhringsins.
Heilunar-og Yogastöð Unnar heitir Móðurhof og er staðsett á Stokkseyri þar sem Unnur kennir yoga, hugleiðslur og athafnir. Unnur býður einnig uppá tónaheilun og spálestra.
www.uni.is

Verndarar elds Norræna Viskuhringsins á Íslandi eru þau Unnur Arndísardóttir, Jón Tryggvi Unnarsson, Arndís Jósefsdóttir og Sverrir Geirmundsson.

Móðurhof er staðsett að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]
Mikilvægt er að skrá sig.