* Fullu-tungl 2.ágúst *

Orange-Moon

Fullu-tungl 2.ágúst 2016

Systrahringur á Nýju tungli í Móðurhofi á Stokkseyri!

Þriðjudagskvöldið 2.ágúst fögnum við Nýju tungli í Móðurhofi.

Í þetta sinn heiðrum við Gyðjuna Fullu. Fulla er hamingjugyðjan, gyðjan sem fyllir okkur hamingju. Allsnægta gyðjan sem minnir okkur á að njóta allsnægta sumarsins og þess að vera í líkama. Allsnægtagyðjan sem gefur okkur leyfi til að vera nákvæmlega eins og við erum. Hún kennir okkur að það sem við gefum, fáum við til baka. Þessi fallega gjöf að gefa og þiggja. Hún kennir okkur að vera jákvæð og sjá það fallega sem lífið hefur að gefa. Að það að vera jákvæður veitir hamingju. Þú ert sköpunargyðja þíns eigins lífs, Fulla er sú sem hjálpar þér að sjá sjálfa þig í öllu þínu veldi. Sumarið er tíminn til að njóta lífsins og veru okkur á jörðinni, og njóta allra ávaxtanna sem jörðin færir okkur í allsnægtum sumarsins.
Á Nýju tungli í Móðurhofi þann 2.ágúst fögnum við Gyðjunni Fullu.

Við munum óska okkur, hreinsa og njóta, og ef veður leyfir kveikjum við sumarbál til heiðurs Móður Jarðar. Við endum svo fögnuðinn á að deila saman allsnægtum sumarsins.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Þar sem nú er sumar og við fögnum sumri er um að gera að koma í litríkum sumarfötum, og með slæður til að vefja sig í. Einnig að koma með hlý föt eftir veðri, ef við skildum kveikja bál.

Að athöfn lokinni munum við deila saman allsnægtum, og allir koma með eitthvað til að deila. Endilega komið með sumarlegar veigar og snarl, boðið verður uppá Gyðju-sumardrykk og te í Móðurhofi.

Þemaið er Appelsínugult, því eru kertin appelsínugul.
Einnig er gott að koma með púða og teppi til að þetta verði sem notalegast hjá okkur.

uniatwork3-72Á Nýju tungli sameinast konur í Móðurhofi, og biðja fyrir sér og heiminum öllum.
Í heilögum takti við Tunglorkuna og Töfra alheimsins sameinumst við í heilun og vekjum upp hinn helga kvennkraft sem býr innra með hverri konu.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

 

-Mæting í Móðurhof kl 19:30. Athöfnin byrjar kl 20:00-

Það er mikilvægt að skrá sig á [email protected] eða í síma 696-5867.

Það kostar 3000 kr að vera með!

Athöfnin fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

~Móðurhof~
Úní Arndísar
www.uni.is
[email protected]
s.696-5867