*Gefjunartungl ~ Nýtt tungl 1. September*

sumar 2009 017

Nýtt tungl 1.september 2016
Gefjunartungl – Heilunarathöfn

Nýju tungli verður fagnað í Móðurhofi á Stokkseyri Fimmtudaginn 1.september!

Verndargyðjan Gefjun er gyðja haustsins. Gefjun er tengd hafinu og tilfinningunum. Hafið sem verndar landið okkar,og  sem umvefur okkur djúpu öruggi. Gefjun minnir okkur á að leyfa okkur að vera tilfinningaverur og að flæða með ást og trausti í gegnum lífið. Gefjun er verndargyðja og hjálpar okkur að vernda hæfileika okkar og krafta. Gefjun blessar og er sú sem vaggar okkur yfir lífsins haf í öryggi og kærleika.

Haustið er tími vatnsins á Norræna Árstíðarhjólinu. Vatn er upplagt til heilunnar, því komum við saman og heilum með vatni. Við munum ákalla Gefjuni, gyðjur og góða vætti, hreinsa, óska okkur og minna okkur á heilunina og fegurðina sem býr í vatninu. Við færum þakklæti og heilun til vatnsins á Jörðinni og í líkama okkar.

Í Vatnsathöfnin er þemaið blátt, því eru kertin blá.
Það er líka upplagt að vera í bláum og hvítum klæðum til að taka enn betur á móti orku vatnsins.

Á Nýju tungli sameinast konur í Móðurhofi, og biðja fyrir sér og heiminum öllum.
Í heilögum takti við tunglorkuna og töfra alheimsins sameinumst við í heilun og vekjum upp hinn helga kvennkraft sem býr innra með hverri konu.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Eftir athöfnina verður boðið uppá heitt te – og allir koma með eitthvað nasl til að deila.

Mæting í Móðurhof kl 19.30. Athöfnin byrjar kl 20!

Það er mikilvægt að skrá sig á [email protected] eða í síma 696-5867.
Plássið er ekki stórt í Móðurhofi – því er betra að skrá sig sem fyrst.

Það kostar 3000 kr að vera með!

Töfraljós – Töfrakerti
Helga Elínborg Auðunsdóttir hjá Töfraljós býr til yndisleg töfrakerti. Hún mun útbúa sérstök blá kerti fyrir Gefjunarathöfnina. Ef þú vilt hafa kertið þitt handunnið af kærleika af henni Helgu þá getur þú látið mig vita og kertið þitt býður eftir þér í Móðurhofi við athöfnina. Töfraljóskertin kosta 2000 kr.

Hvað þarf ég að hafa með:
-Blátt kerti, kubbakerti sem getur staðið sjálft og ekki hefur verið kveikt á áður. (Það er hægt að kaupa Töfraljós kerti í Móðurhofi á 2000 kr)
-Nasl til að deila eftir athöfnina.
-koma í bláum eða hvítum klæðum, eða með slæðu til að vefja um sig.
-púða og teppi, svo þetta verði sem notalegast hjá okkur.
-3000 kr, það er ekki posi í Móðurhofi <3

uniheloise

Það er mér sérstakur heiður að tilkynna að Heloise Pilkington tónlistarkona og Prestynja Avalon mun taka þátt í athöfninni og hjálpa okkur að syngja inn Vatnagyðjurnar!

Heloise mun einnig halda tónleika með Uni Föstudagskvöldið 2. September í Óðinshúsi á Eyrarbakka.

Þetta seiðmagnaða nýja tungl er að verða meira töfrandi með hverju andartakinu 🙂

 

 

Athöfnin fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Ný sending af Gyðjustyttum Arndísar Sveinu, og töfrahlutir Reynis Katrínar verða til sölu!

UniUnnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 6 árin haldið athafnir á  Nýju tungli. Þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvennkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum, Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

 

~Móðurhof~
Úní Arndísar
www.uni.is
[email protected]
s.696-5867