*Gyðjuathafnir fyrir hópa*

~ Gyðjuathafnir ~

Unnur Arndísardóttir býður uppá Gyðjuathafnir fyrir hópa

Notaleg stund fyrir hópinn – þar sem aðal áherslan er lögð á friðsæla og fallega stund saman. Við kveikjum á kertum og hugleiðum, köllum á Gyðjurnar og óskum okkur.
Hægt er að fá spálestur í lokin fyrir hvern og einn ef þess er óskað.
Hægt er að aðlaga þessa stund að hópnum – hvort sem um er að ræða Gæsahóp, vinkonuhóp, vinnustaðahóp, saumaklúbbinn eða ferðamenn. Bæði fyrir karla og konur!

Langar þig að eiga töfrandi og notalega stund með vinkonunum, vinnufélugunum eða saumaklúbbnum?
Gyðjuathöfn er upplögð til að fá smá krydd í tilveruna og vinskapinn.
Heilandi og nærandi stund sem gleður hjartað.

Nánari upplýsingar veitir Unnur Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]

uniatwork-72Unnur Arndísardóttir seiðkona og jógakennari býður uppá notalegar Gyðju- og náttúruathafnir.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.