~Gyðjuathöfn~ fyrir hópinn þinn?

Ég býð uppá Gyðjuathafnir!
Langar ykkur að eiga skemmtilega stund með vinkonum, saumaklúbbnum, vinnufélögunum, í gæsapartýinu, óvissuferðinni eða bara til að lífga uppá hversdaginn?
Ég tek að mér að koma inní hópa með athafnir. Þar sem kallað er á íslensku gyðjurnar og settar fram óskir og bænir . Ég spái í tarot og rúnir. Blanda blómadropablöndur. Og við eigum mystíska og töfrandi stund saman!
Yndisleg leið til að lífga uppá vinskapinn. Og gera eitthvað öðruvísi saman!

Notaleg stund fyrir hópinn – þar sem aðal áherslan er lögð á friðsæla og fallega stund saman. Þar sem við kveikjum á kertum og hugleiðum, köllum á gyðjurnar og óskum okkur. Ég enda á því að leyfa hverjum og einum( eða þeim sem vilja) að draga spil og þá spái ég fyrir framan alla hina.

Hægt er að aðlaga þessa stund að hópnum – hvort sem um er að ræða Gæsahóp, vinkonuhóp, vinnustaðahóp eða ferðamenn. Bæði fyrir karla og konur! Mismunandi athöfn fyrir hvern hóp fyrir sig.
Tek einnig að mér að koma inní hópa sem Spákona 😉

♥ Endilega hafið samband ♥
♥ Uni ~ [email protected] ♥