Móðir Jörð & Haustið – Gyðjuathöfn

 

Móðir Jörð & Haustið
Gyðjuathöfn

Þriðjudaginn 30.ágúst 2022 kl 18:00
Jógahornið – Þorlákshöfn

Þriðjudaginn 30. ágúst nk. fögnum við hausti með Gyðjuathöfn í Þorlákshöfn!

Athöfnin er fyrir konur á öllum aldri, þar sem Gyðjunni hið innra er fagnað! 

Nú líður sumarið undir lok og við tökum á móti hausti með opinn faðminn.
Haustgyðjan syngur sinn seiðandi söng og leiðir okkur inná við – í djúpann kjarnann. 

Við hlustum á Móður Jörð og flæði hennar í átt að hausti og svo vetri. Í auðmjúku þakklæti færum við henni þakkir okkar fyrir allsnægtir sumars og komum saman – konur í hring – nærum andann, óskum okkur og tökum á móti töfrandi hausti með von í hjarta. 

 

Allar konur hjartanlega velkomnar.
Upplagt fyrir mæðgur, vinkonur, systur og frænkur! 

Finnum haustgyðjuna opna hlýjann faðm sinn og bjóða okkur uppí dans. 

 

Gyðjuathöfnin fer fram í Jógahorninu, Unubakka 4, Þorlákshöfn

Það kostar 5000 kr að vera með.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected] 

Lágmarksþáttaka þarf að nást svo af viðburðinum verði – því er mikilvægt að skrá sig fyrir 23.ágúst 2022. 

 

 

 

 

Unnur Arndísar Seiðkona og Völva hefur seinustu 12 árin haldið Freyjudaga, Tungl- og Gyðjuathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum, Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni og sór eið sem systir Avalon. Unnur hefur seinustu 18 árin unnið náið með Reyni Katrínar heilara og galdrakarli.  Saman forma þau dúettinn Seiðlæti og framkvæma þau heiðnar athafnir þar sem sungið er og ákölluð orka Gyðja Fensala, sem byggir á visku og fræðum Reynis um Gyðjur, Goð og Verur Íslands.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.