Spálestrar

Tarot- og Gyðjurúnalestrar

Ertu forvitin um framtíðina? Eða ertu kannski að takast á við eitthvað nýtt í lífinu, og vantar smá aðstoð og ráð?
Það er gott og gaman að kíkja í spilin og rúnirnar, sér til skemmtunar, og kannski bara til að fá staðfestu á hvar þú ert og hvað er best að gera – til að halda áfram með höfuðið hátt!

Úní les í Aleister Crowley Tarotspil og Gyðjurúnir sem byggðar eru á Norrænu Goðafræðinni. Gyðjurúnirnar eru skornar í Djúpalónsperlur og hannaðar af Reyni Katrínarsyni listamanni og Galdrameistara. Hver Gyðja á sína rún og er táknræn fyrir ákveðna eiginleika og orku.

Í boði eru:
Einkatímar: þar sem lesið er í bæði rúnir og spil. Hægt er að færa fram spurningar.
Paralestur: þar sem farið er djúpt í eiginleika sambandsins og hvernig má bæta og gera betur. Parið geta verið elskendur, vinkonur, mæðgur, systkin o.s.frv.
Nýárslestur / Tímamótalestur: þar sem lagt er fyrir gamla árið – förum yfir lærdóma þess og heilun. Leggjum svo spil og rúnir fyrir nýja árið! Hjálpar til við að taka á móti Nýju ári með opnum örmum. Einnig hægt að uppfæra fyrir hverskonar tímamót í lífi hvers og eins.
Hópar: Úní tekur einnig að sér hópa. Vinkonukvöld, gæsaveislur eða bara kaffiboðið.
Skype: Einnig er hægt að fá tíma í gegnum samskiptavefinn Skype.

Pantanir í síma 696 5867 eða á [email protected]