*Hinn helgi hljómur Perú*

Fred Alvarez

*Hinn helgi hljómur Perú í Móðurhofi*

Fred Clarke Alvarez frá Perú heldur Hljómheilunarkvöld í Móðurhofi
Sunnudagskvöldið 27.september kl 20:00.

Fred er tónlistarmaður og Tónaheilari frá Lima í Perú. Hann leikur hina helgu tónlist Perú sem veitir heilun og kraft. Fred mun leika á flautur og önnur hljóðfæri sem heila og næra áheyrandann.

Hljómheilunarkvöld er einskonar slökunarstund, þar sem gestum gefst kostur á að koma sér vel fyrir, slaka og njóta áhrifanna frá töfrandi tónum Perú.

Unnur Arndísardóttir seiðkona mun bjóða uppá hreinsun í upphafi kvölds og gefur þannig tóninn fyrir yndislega og töfrandi stund með Fred Clarke Alvarez.

Nánari upplýsingar um Fred má nálgast á: http://pachapaqariy.wix.com/english

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]

Aðgangseyrir er 5000 kr
Það komast ekki margir að í Móðurhofi því er um að gera að skrá sig sem fyrst.

Hljómheilunarkvöldið fer fram í Móðurhofi sem er Heilunar-og Yogastöð Unnar Arndísardóttur að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri
Nánari upplýsingar má nálgast á www.uni.is