*Hugleiðsla 3.desember 2016*

yoga-solsetur

-Hugleiðsla og slökun-
Laugardaginn 3.desember 2016
í Móðurhofi á Stokkseyri

Unnur Arndísar yogakennari býður uppá notalega hugleiðslustund í Móðurhofi á Stokkseyri Laugardaginn 3.desember kl 11:00 – 12:00.
Leiðir hún mjúka hugleiðslu, öndun og slökun sem færir frið og ró.
Þetta er mjúk og notaleg stund, en engin reynsla af hugleiðslu eða yoga er nauðsynleg til að taka þátt.

Laugardaginn 3.desember kl 11:00 – 12:00
Móðurhof að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri

Þátttökugjald er 1500 kr

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]

Boðið eru uppá te eftir tímann.

Í Móðurhofi er boðið uppá Yoga, Hugleiðslur, Slökun, Tónaheilun, spálestra og Gyðjuathafnir.

UniUnnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016.