Hugleiðsla á Nýju Tungli – Yoga Sálir Selfossi

Hugleiðsla á Nýju tungli
Yoga Sálir, Selfossi
Laugardaginn 17.mars kl 13:00

Laugardaginn 17.mars kl 13:00 býður Unnur Arndísardóttir Seiðkona og Yogakennari uppá Hugleiðslu og Tunglathöfn til heiðurs Nýju Tungli á yogastöðinni Yoga Sálir á Selfossi.

Nýtt tungl er fullkomin tími til að taka á móti nýrri orku og bjóða velkomna nýja yogastöð. Yoga Sálir opnaði núna í vikunni og er því upplagt að fagna með Hugleiðslu og tunglathöfn á fyrsta nýja tungli stöðvarinnar.

Nýtt tungl í Mars er Páskatunglið í ár, þar sem við fögnum vorjafndægrum og hækkandi sól. Vorið tekur hæg skref í átt að bjartari og hlýrri dögum, sem fyllir sál og sinni von og þrá. Í tunglathöfninni munum við hugleiða, óska okkur og setja okkur ný markmið fyrir vorið og sumarið.

Unnur Arndísardóttir Seiðkona leiðir tunglathöfnina til heiðurs Yoga Sálum. Unnur er búsett í Kaupmannahöfn þessi misserin en kemur heim í stutta heimsókn um næstu helgi.

Athöfnin hefst stundvíslega kl 13:00.
Boðið verður uppá te að athöfn lokinni.
Þáttökugjald er 4000 kr

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar á [email protected] eða í síma 696-5867. 

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 8 árin haldið jarðar- og tunglathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um Gyðjur, tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins, sór eið sem systir Avalon og hefur tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni. Unnur hefur samið tónlist til Íslensku Gyðjanna í dúettnum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.