*Hugleiðsla og öndun gegn stressi*

Hugleiðsla og öndun gegn stressi

Stress er eitt af því sem hrjáir flesta í nútímasamfélagi. Langvarandi stress getur haft varanleg áhrif á heilsu okkar, svefn og hvíld. Yoga er aldagömul aðferð til að takast á við stress. Með öndun, hugleiðslu og slökun losum við um stress, kvíða og þunglyndi.

Með því að færa inní líf okkar meiri ró og frið, getum við tekist á við daglegt amstur í meiri ró og sátt.

“Hugleiðsla og öndun gegn stressi“ er haldið á Þriðjudögum kl 17:00-18:00
9, 16 og 30.maí 2017 – Námskeiðið er 3 skipti
Námskeiðisgjald er  6.000 kr
Námskeiðið fer fram í Móðurhofi á Stokkseyri.
Yoga gegn stressi er lokað námskeið og eru einungis 6 pláss í boði.
Engin reynsla af yoga eða hugleiðslu er þörf til að taka þátt.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]
Námskeiðin fara fram í Móðurhofi, Heilunar-og Yogastöð Unnar Arndísar að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Unnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993 en útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016.