Hugleiðslunámskeið 9-30 apríl!

Hugleiðslunámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna!

Hugleiðsla er yndisleg leið til að dýpka sambandið við okkur sjálf. Færa frið og ró inní líf okkar og kjarna. Hér gefst tækifæri á að dýpka tengslin og öðlast betra og friðsælla líf. Hugleiðum í hóp og öðlumst þannig betri tengingu við okkur sjálf og það líf sem við viljum lifa.
Hugleiðum saman sem hópur og tökum með okkur heim verkefni til að dýpka ástundun okkar.

Upplagt fyrir byrjendur en jafnframt þá sem hafa lagt einhverja stund á hugleiðslu en vilja dýpka ástundun sína. Eða jafnvel bara hugleiða í hóp.

4 vikna námskeið frá 9.apríl til og með 30.apríl 2013
Kennt verður á Þriðjudagskvöldum kl 20-21 í Merkigili á Eyrarbakka.
Boðið uppá te á eftir.

10.000 kr námskeiðið

Skráning og nánari upplýsingar á [email protected]