*Hugleiðslunámskeið fyrir byrjendur í Maí*

yogamin

Unnur Arndísardóttir Yogakennari býður uppá Byrjendanámskeið í Hugleiðslu.
Námskeiðið fer fram í Heilunar og Yogastöð Unnar Móðurhof að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Byrjendanámskeið í Hugleiðslu
Fimmtudaga kl 20-21
4 vikna námskeið frá 7-28.maí 2015

Farið verður í grunninn á hugleiðslu og hugleiðslutækni.
Hvað er hugleiðsla og hvernig tileinkum við okkur hana í daglegu lífi!
Hugleiðsla færir ró og frið inní líf okkar!

Námskeiðið kostar 10.000 kr
Boðið er uppá te eftir hvern tíma.

Unnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamsstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur útskrifaðist sem Yogakennari úr Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010. Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867, [email protected] eða á www.uni.is