Hver setti niður þessa girðingu?

 

Ég var einu sinni spurð að því hvað ég ætlaði að gera af mér þegar ég hætti
að vera falleg. Ég velti fyrir mér lengi á eftir hvort að sá dagur rinni
einhverntíman upp að maður hætti að vera fallegur. Dag einn vakna ég og
lít í spegil og bara ó nei nú er fegurðin runnin af mér…. Mér var nefnilega
alltaf kennt þegar ég var að vaxa úr grasi að fegurðin kæmi innan frá. En það er kannski bara einhver misskilningur sem að foreldrar mínir hafa prentað inní mitt auðtrúa hjarta. En ef að sá dagur rennur nú einhverntíman upp svona í alvöru? Myndi ég geta lifað sem sama manneskjan og ég er í dag? Myndi ég eiga sömu vini og myndi sama fólk elska mig ef að þeim finndist ég vera ljót. Og hvað er það eiginlega að vera ljótur? Fegurðin sem umheimurinn hefur kennt mér að dýrka er allt önnur en fegurðin sem ég finn inní mér. Fólki er kennt að fegurð séu litlar stelpur með litlu stráka líkama. Konur sem eru að deyja úr hor. Konur sem æla uppúr sér matnum til að “líta vel út”! Er konum ekki leyfilegt að elska líkama sinn eins og hann er? Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju okkur er endalaust kennt að það að vera í líkama sé vont. Konur mega ekki njóta þess að borða því þá verða þær alltof feitar. Konur mega ekki drekka of mikið áfengi því þá eru þær ekki dömulegar. Konur mega ekki njóta þess of mikið að ríða því þá eru þær hórur. Konur mega ekki kúka því það er ógeðslegt.
Ef kona angar af sínum eigin svita er hún subba. Ef kona litar ekki á sér hárið þegar það fer að grána þá er hún
nú eitthvað skrítin! Afhverju eru konur svona viljugar að setjast inní þessa
girðingu og sitja þar þöglar! Ég segi nei við svona leiðindum! Það er ekkert
gaman að sitja inní girðingu fegurðar staðals nútímans og vera góð stelpa!
Frekar vel ég að njóta matarins! Njóta drykkjarins! Njóta kynlífsins! Njóta
þess að vera kona í líkama! Njóta þess að vera lifandi kona! Njóta þess að
vera falleg kona á mínum eigin forsendum! Og vita það að þó að sumir
hræðist það að verða ljótir einn daginn, kemur fegurðin mín innan frá!!!!
Sama hvernig kona ég er. Ung eða gömul. Lítil eða stór! Mjö eða feit! Þá er
ég kona sem nýt þess að vera til! Lifa í núinu! Og ef einhver heldur að ég
geti ekki gert það sem ég er best í af því að ég verð orðin ljót, þá segi ég nú
bara við þessa manneskju! Farðu að lifa núna áður en að þú sjálf verður
ljót!!!! Lífið er alltof stutt að vera að eyða því í einhverja vitleysu. Hættum
að svelta konuna í okkur! Leyfum henni að dansa! Leyfum henni að syngja!
Leyfum henni að borða! Leyfum henni að drekka! Leyfum henni að elskast
með mökum okkar! Leyfum Mökum okkar að elska konuna í okkur! Konan
í okkur er búin að sitja alltof lengi inní þessari girðingu sem engin veit hver
setti niður hvort eð er. Stöndum upp stelpur og förum að njóta þess að vera
við!