Íslands dætur
Fjalladrottning demöntum skartar
fyrir mæður og dætur bjartar
Ísafolda helgu Freyjur
styrkur er hvetur veraldar Meyjur
Íslands auðæfa ljósin þið geymið
norðanvindsins fjallanna streymið
Þær rísa úr Norður Atlants öldu
og brjóst sín bera í hafinu köldu
Norðursins stjörnur, Íslands dætur
í andanum berið þær göfugu rætur.
Valkyrjur breiðið út vængi og svífið
því veröldin syngur, og vaknar nú lífið.
Eldmeyjar rísa
frá landi Ísa
Lag og Ljóð:
Unnur Arndísardóttir
Hljóðupptaka og Hljóðblöndun:
Þorgrímur Þorsteinsson
Ljósmynd:
Ólöf Erla Einarsdóttir
https://svart.design
Uni Youtube: https://youtu.be/duCQcx8BJgI
Uni Facebook: https://www.facebook.com/UniArndisar/
Uni Instagram: https://www.instagram.com/uni_arndisar/
Uni Bandcamp: https://uniuni.bandcamp.com
Uni CDBaby: https://store.cdbaby.com/cd/uni42