*Jarðartungl 1. Desember 2016*

pic by Jón Tryggvi

Nýtt tungl 1.Desember 2016
Jarðartungl – Friðarathöfn

Nýju tungli verður fagnað í Móðurhofi á Stokkseyri Fimmtudaginn 1.Desember!

Jörð er gyðja aðventunnar.
Jörð sem færir okkur jafnvægi og ró.
Á þessum árstíma sem Móðir Jörð er í kyrrðinni, minnir hún samt á sig með fallegu grænu greni. Að sama þó að við höldum að náttúran sé í dauðanum og myrkrinu, þá lifir fræið í mjúkum faðmi Móður Jarðar. Greinið sem ilmar fallegum jarðarilmi færir okkur von um að ljósið lifir myrkrið af. Á þessum dimmustu tímum ársins er mikilvægt að halda í vonina og ljósið sem býr djúpt hið innra.
Við færumst nær Vetrarsólstöðum, hátíð ljóss og friðar. Því sameinast konur á Nýju aðventutungli í bæn og friðarhugleiðslu.

Í Jarðarathöfn er þemaið greni-grænt og hvítt, því eru kertin dökk græn eða hvít.
Það er líka upplagt að vera í grænum og hvítum klæðum til að taka enn betur á móti orku Jarðarinnar.

Á Nýju tungli sameinast konur í Móðurhofi, og biðja fyrir sér og heiminum öllum.
Í heilögum takti við tunglorkuna og töfra alheimsins sameinumst við í heilun og vekjum upp hinn helga kvenkraft sem býr innra með hverri konu.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Eftir athöfnina verður boðið uppá heitt te – og allir koma með eitthvað nasl til að deila.

Mæting í Móðurhof kl 19.30. Athöfnin byrjar kl 20!

Það er mikilvægt að skrá sig á [email protected] eða í síma 696-5867.
Plássið er ekki stórt í Móðurhofi – því er betra að skrá sig sem fyrst.

Það kostar 3000 kr að vera með!

Hvað þarf ég að hafa með:
-Dökk grænt eða hvítt kerti, kubbakerti sem getur staðið sjálft og ekki hefur verið kveikt á áður.
-Nasl til að deila eftir athöfnina.
-koma í grænum eða hvítum klæðum, eða með slæðu til að vefja um sig.
-púða og teppi, svo þetta verði sem notalegast hjá okkur.
-3000 kr, það er ekki posi í Móðurhofi <3

Athöfnin fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Gyðjustyttur Arndísar Sveinu, og töfrahlutir Reynis Katrínar verða til sölu!

unibrullupUnnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 6 árin haldið athafnir á  Nýju tungli. Þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum, Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

 

~Móðurhof~
Úní Arndísar
www.uni.is
[email protected]
s.696-5867