Jólafriður Hugleiðslustund í Jónshúsi DK

Jólafriður

Hugleiðsla á aðventunni í Jónshúsi

Unnur Arndísar jógakennari býður uppá Hugleiðslustund í Jónshúsi Þriðjudaginn 5.desember kl 16:30 – 17:30.

Unnur leiðir hugleiðslu og öndunaræfingar með það megin markmið að nálgast innri frið og ró. Engin kunnátta í hugleiðslu er nauðsynleg til að taka þátt.
Margir upplifa mikið stress, kvíða og depurð á þessum árstíma, því er upplagt að hlúa vel að sér og bjóða frið og ró inn í líf sitt og líkama.  Jólafriðurinn byrjar innra með þér.

Hugleiðslustundin kostar 100 kr
Æfingarnar fara fram sitjandi á stól, en einhverjar jógadýnur verða á staðnum ef einhver vill frekar sitja á gólfi.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 2266 6636 eða á [email protected]

Unnur Arndísardóttir er tónlistarkona og yogakennari.
Unnur útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993, og kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu, þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró. Unnur lærði Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á www.uni.is