Gyðjuathöfn á Nýju tungli 11.janúar 2013!

Föstudaginn 11 janúar 2013 er nýtt tungl í Steingeit!
Haldin verður Gyðjuathöfn því til heiðurs í Merkigili á Eyrarbakka!

Í þetta skiptið ætlum við brenna í burtu gamla árið og óska okkur inní það nýja!

Komið endilega með Hvít kerti með ykkur. Kubbakerti sem geta staðið sjálf – og ekki hefur verið kveikt á áður.

Mæting hingaði í Merkigil kl 19.30. Athöfnin byrjar kl 20 stundvíslega!

Allar konur velkomnar!

Þið megið líka endilega koma með eitthvað nasl til að gæða sér á eftir
athöfnina. Ég verð með heitt te 🙂

En endilega komið og deilið með okkur nýja tunglinu:) Hittumst saman
Gyðjurnar og biðjum fyrir okkur og heiminum:)

Það kostar 1000 kr að vera með!

Hlakka til að sjá ykkur sem flestar!
Kær kveðja og ljós
Úní