Ljósamóðir – Gyðjuathöfn

~Ljósamóðir~

Gyðjuathöfn
Fimmtudaginn 21.febrúar kl 19:30
í Jógahorninu Þorlákshöfn

Fimmtudaginn 21.febrúar nk. fögnum við Íslensku Gyðjunni og vaxandi ljósi með Gyðjuathöfn.
Gyðjuathöfnin fer fram í Jógahorninu Þorlákshöfn, og er fyrir konur á öllum aldri!

Nú snýst Norræna Árstíðarhjólið og fögnum við árstíma vaxandi ljóss.
Þó svo að veturinn umvefji okkur köldum örmum er gott að minna sig á að við færumst hægt nær vori og bjartari tímum. Við tendrum ljós í helgum systrahring og tengjumst innra ljósinu okkar og heilun.  Við fögnum Gyðjunni Eir, norrænu Gyðju ljóss og heilunar. Finnum innra ljósið verma og lýsa okkur veginn áfram til vors. 

Gyðjan Eir er umvefjandi móðurkærleikurinn og hin helga Ljósamóðir. Hún er Gyðjan sem kveikir ljósið í myrkrinu. Hún heilar, læknar og umvefur. Hún er sú sem leiðir þig í myrkrinu og aðstoðar þig við að finna þinn innri sannleika og trú. Árstími Gyðjunnar Eir er þegar daginn byrjar að lengja og við fáum aftur von í brjóstið. Hún er sú sem kveikir neistann og vonina.

Veturinn er tími hugleiðslu og töfra, því er upplagt að eiga nærandi Gyðjustund í helgum hring. Þar sem við hugleiðum, heilum, óskum okkur og stígum saman inní töfrandi tíma ljóss og birtu.  

Allar konur hjartanlega velkomnar.

Gyðjuathöfnin fer fram í Jógahorninu, Unubakka 4, Þorlákshöfn.
Fimmtudaginn 21.febrúar 2019

Mæting/hreinsun kl 19:30 – athöfnin hefst stundvíslega kl 20:00. 

Það kostar 5.000 kr að vera með.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar:  [email protected] 

Unnur Arndísar Seiðkona hefur seinustu 9 árin haldið Tungl- og Gyðjuathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni og sór eið sem systir Avalon. Unnur vinnur náið með Reyni Katrínarsyni Seiðkarli í dúettinum Seiðlæti, þar sem þau semja tónlist, ljóð og athafnir tileinkaðar Norrænum Gyðjum, Goðum, verum og vættum.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.