*María í Móðurhofi*

queen_of_heaven1

María – meyjan og móðirin

Gyðjusögur í Móðurhofi

9. desember 2015, kl 19-22

með Valgerði H. Bjarnadóttur

María mey, móðir Jesú, er arftaki hinnar fornu mey- og móðurgyðju, s.s. Ísisar, Kybele, Friggjar, Rhiannon og Igrain. Hún ríkir sem himnadrottning við hlið sonar síns og er dýrkuð daglega af milljarði kvenna og karla víða um heim. Veldi hennar innan kirkjunnar er þó reglulega ógnað og í okkar Lúterstrú er lítið gert úr guðdómlegu eðli hennar.

Myndin sem dregin hefur verið upp af Maríu er þó annars vegar þröng, það er lítið sem almenningur veit um hana, og hins vegar hefur hún verið skilgreind sem auðmjúk, undirgefin og fórnandi af kirkju sem sá hag sinn í því að draga upp þannig fyrirmynd fyrir konur.

Á síðari árum hefur ímynd hennar verið að breikka og dýpka, m.a. með uppgötvun margra fornra texta, sem draga upp aðra mynd af Maríunum, en þá sem finna má í Biblíunni.

Maríuna sem er hofmeyja, móðir, styrkur leiðtogi og fræðikona skoðum við í Gyðjusögunni í Móðurhofi, ræðum erindi Maríu við konur í dag og finnum leiðir til að tengjast þessari konu og gyðju sem hefur gegnt hlutverki hinnar helgu móður fyrir okkar menningarheim hátt í tvö þúsund ár.

Gyðjusögurnar eru örnámskeið um gyðjur veraldarsögunnar.

Hver saga er sjálfstætt örnámskeið en saman mynda þær heild.

valgerðurValgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi með MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú. Hún starfar að kennslu, ráðgjöf og ýmsum verkefnum undir yfirskriftinni Vanadís, rætur okkar, draumar og auður.

Nánari upplýsingar á www.vanadis.is og á Facebook á www.facebook.com/Vanadisin

 

Námskeiðið kostar 4000 kr
Skráning hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]
Námskeiðið fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri