*Miklagyðja í Móðurhofi*

Cycles_Global_Change_3_Great_Goddess

Miklagyðja í Móðurhofi

Gyðjan í Evrópu hinni fornu – kenningar Mariju Gimbutas

Föstudaginn 2. október kl. 19:00 – 22:00

Valgerður Bjarnadóttir hefur nú um nokkurt skeið haldið fjölmörg námskeið, fyrirlestra og sögustundir um Gyðjur og Gyðjutrú, bæði í Reykjavík og á Norðurlandi. Nú loksins gefst Sunnlendingum kostur á að fræðast hjá Valgerði.

Valgerður heldur námskeið í Móðurhofi á Stokkseyri þann 2. Október nk. kl 19:00-22:00.
Valgerður leiðir þátttakendur inn í heim Gyðjunnar miklu í gegnum fróðleik, umræður og hugleiðslur.

Í árþúsundir hafði almættið mynd konu eða goðkynja veru sem á stundum var ímynd kvenlegrar fegurðar, stundum blendingur konu og dýrs, en hún gat líka verið stjarna, tunglið, jörðin eða sjálft svartholið. Líklegt er að gyðjan hafi í hugum fólksins búið yfir öllum þeim eiginleikum sem lífið spannar, skapandi og eyðandi kröftum, blíðu og hörku.

Litháenska fræðikonan Marija Gimbutas, fornleifafræðingur með sérþekkingu á þjóðsögum og kvæðum, kom á samtali fornra evrópskra sagna og forleifafræðinnar. Hún mótaði nýja fræðigrein, archaeomythology, eða fornleifagoðfræði. Hún kynnir okkur forna menningu Evrópu, þar sem kona og karl eru jafnrétthá, þar sem Gyðjan situr í miðju hringrásar lífsins, þar sem jafnvægi ríkir milli konu, karls og náttúru og þar sem stríð er óþekkt. Þessi fagra heimsmynd hrynur með innrás indóevrópskra þjóðflokka úr norðaustri um 5300 f.kr. Þeirra menning var mjög karllæg og goð þeirra voru á himnum. Fágaðar listir og ritúöl sem tengdust frjósemi og hringrás lífsins, viku fyrir stríði, ofbeldi og ógnum. Kvenlæg menning vék fyrir karllægri.

Á námskeiðinu munum við skyggnast í fornar íslenskar og erlendar goðsagnir og spegla þær í sögulegum minningum og fornleifafundum, í anda Gimbutas

Valgerður H. Bjarnadóttir er með MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú.

Námskeiðið kostar 5000 kr
Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]
Námskeiðið fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.