*Móðurhof – kynningarvika 24 – 30.ágúst*

UniYoga3Móðurhof kynningarvika 24 – 30.ágúst!

Móðurhof er ný Heilunar- og Yogastöð Unnar Arndísardóttur og er staðsett að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Móðurhof mun bjóða uppá kynningarviku vikuna 24-30.ágúst nk. Þar sem fólki gefst kostur á að koma í fría prufutíma í Yoga og Hugleiðslu. Auk þess sem kynningarverð verður á Tónaheilun og Spálestrum.

Tímarnir sem verða í boði eru svohljóðandi:
Morgunjóga Mánudaginn 24.ágúst kl 7:30-8:30
Hádegisjóga Þriðjudaginn 25.ágúst kl 12:00-13:00
Slökunarjóga Miðvikudaginn 26.ágúst kl 18:30-20:00
Hugleiðslumorgun Laugardaginn 29.ágúst kl 10:00-11:00

Mikilvægt er að skrá sig í tímana hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]

Ný námskeið hefjast svo í September í Móðurhofi það sem í boði verður Slökunarjóga, morgunjóga, hádegisjóga, byrjendanámskeið í Jóga og Hugleiðslunámskeið.

Unnur Arndísardóttir býður einnig uppá Tónaheilun, Spálestra í Rúnir og spil og Gyðjuathafnir.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.uni.is eða hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 og á [email protected]

Komdu og upplifðu frið og ró í Móðurhofi og fáðu að vita meira um námskeiðin sem eru að hefjast í September.

Kær kveðja og ljós

Unnur Arndísardóttir
s.696-5867
www.uni.is
[email protected]