*Móðurhof*

nýtt rými - litla kotið

Ný heilunar- og yogastöð Unnar Arndísar

Það gleður mig hjartanlega að kynna nýja kotið mitt, Móðurhof!
Nú loksins er nýja vinnurýmið mitt tilbúið hér á Stokkseyri!
Móðurhof er lítið kot á Stokkseyri þar sem boðið verður uppá Yogatíma, Hugleiðslur, Gyðjuathafnir,  einkatíma í Tónaheilun og spálestra.

Fylgist með því nú fer af stað ný yoga-stundaskrá,  ný hugleiðslunámskeið og Gyðjuathafnir! Boðið verður uppá Tunglathafnir fyrir konur á Nýju tungli, og Freyjudaga á Fullu tungli.
Auk þess sem undursamlegir kennarar hafa boðað komu sína á næstu mánuðum.

Ég hlakka mikið til að bjóða ykkur velkomin í litla töfrakotið mitt <3

~Uni~
Unnur Arndísar
[email protected]
s. 696-5867