~Nýju tungli fagnað þann 12 febrúar nk~

Nýju tungli fagnað Þriðjudaginn 12 febrúar nk í Merkigili á Eyrarbakka!
Allar konur velkomnar!

Í þetta skiptið ætlum við að fagna Norðurljósunum. Þið megið endilega koma með kerti í litum Norðurljósanna. Hvernig finnst þér norðurljósin vera á litinn? 🙂
Kubbakerti sem geta staðið sjálf – og ekki hefur verið kveikt á áður.
Tökum á móti ævintýra heilunar ljósi Norðurljósanna!

Mæting hingaði í Merkigil kl 19.30. Athöfnin byrjar kl 20!

Mig langar að bjóða ykkur konunum að vera með og endilega komið með vinkonur, systur, ömmur eða mömmur ykkar með ykkur!

Þið megið líka endilega koma með eitthvað nasl til að gæða sér á eftir athöfnina. Ég verð með heitt te 🙂

En endilega komið og deilið með okkur nýja tunglinu:)

Hittumst saman konurnar og biðjum fyrir okkur og heiminum:)

Það kostar 1000 kr að vera með!

Hlakka til að sjá ykkur sem flestar!
Kær kveðja og ljós
Úní