*Nýtt tungl ~ Gyðjuathöfn 3.mars 2017*

Nýtt tungl 3.mars 2017

Lofnartungl ~ Norðurljósatungl

Kvennaathöfn á Nýju tungli í Móðurhofi á Stokkseyri!

Föstudagskvöldið 3.mars fögnum við Nýju tungli í Móðurhofi.

Á nýju Lofnartungli fögnum við Gyðjunni Lofn og Norðurljósunum.
Undursamleg og töfrandi ljós Norðursins, birta dimmu vetrarins. Við hreinsum, hugleiðum, óskum okkur og biðjum Norðurljósin að bera óskirnar okkar litríkar út í andrúmsloftið. Í myrkrinu gerast falleg kraftaverk eins og Norðurljós, sem birta okkur dimmustu daga vetrarins. Við hlustum og skynjum skilaboðin sem ljós Norðursins senda til okkar.

Þemaið eru Norðurljós, því eru kertin og klæðin í litum Norðurljósanna.
Kubbakerti sem geta staðið sjálf – og ekki hefur verið kveikt á áður.
Það er líka upplagt að vera í Norðurljósa klæðum eða með slæðu sem hægt er að vefja um sig.
Einnig er gott að koma með púða og teppi til að þetta verði sem notalegast hjá okkur.

Töfraljós – Töfrakerti
Helga töfrakona í kertagerðinni Töfraljós á Selfossi mun útbúa sérstök Norðurljósakerti að þessu tilefni. Kertin verða í lit Norðurljósanna og með yndislegan Norðurljósailm. Ef þú vilt hafa kertið þitt handunnið af kærleika af henni Helgu þá getur þú látið mig vita og kertið þitt býður eftir þér í Móðurhofi við athöfnina. Kertin kosta 2500 kr.

Á Nýju tungli sameinast konur í Móðurhofi, og biðja fyrir sér og heiminum öllum.
Í heilögum takti við Tunglorkuna og Töfra alheimsins sameinumst við í heilun og vekjum upp hinn helga kvenkraft sem býr innra með hverri konu.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Eftir athöfnina verður boðið uppá heitt te – og allir koma með eitthvað nasl til að deila.

Mæting í Móðurhof kl 19:30. Athöfnin byrjar kl 20:00

Það er mikilvægt að skrá sig á [email protected] eða í síma 696-5867.
Plássið er ekki stórt í Móðurhofi – því er betra að skrá sig sem fyrst til að halda sínu plássi.

Það kostar 3000 kr að vera með!

Athöfnin fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 7 árin haldið athafnir á  Nýju tungli. Þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt Gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

 

~Móðurhof~
Úní Arndísar
www.uni.is
[email protected]
s.696-5867