*Nýtt tungl 11.nóvember*

dark moon

Nýtt tungl 11.nóvember 2015
Viskukonutungl

Nýju tungli verður fagnað í Móðurhofi á Stokkseyri Miðvikudagskvöldið 11.nóvember!

11.nóvember fögnum við Nýju tungli í Móðurhofi.
Nýja tunglið fæðist í Sporðdreka í þetta skiptið. Við stígum inní myrkrið og skoðum viskukonuna sem býr innra með okkur öllum.
Við stígum nær vetrinum, myrkrinu og því andlega sem býr djúpt hið innra.
Við munum hreinsa, óska okkur, hugleiða og stíga inní myrkrið og veturinn.
Á þessu nýja tungli virðum við og blessum formæður okkar. Við þökkum mæðrum, ömmum og langömmum. Tengjumst konunum sem hafa gengið jörðina á undan okkur og þökkum fyrir.

Á þessu nýja tungli höfum við kertin svört. Kubbakerti sem geta staðið sjálf – og ekki hefur verið kveikt á áður.
Það er líka upplagt að vera í svörtum klæðum eða með eitthvað svart með okkur.
Einnig er gott að hafa með sér slæðu til að vefja sig í, og koma með púða og teppi til að þetta verði sem notalegast hjá okkur.
Það er líka gott að taka með sér mynd af þeirri viskukonu eða formóður sem hefur haft sem mest áhrif á líf okkar. Helst mynd af konu sem er liðin sem þér þykir vænt um.

Á Nýju tungli sameinast konur í Móðurhofi, og biðja fyrir sér og heiminum öllum.
Í heilögum takti við Tunglorkuna og Töfra alheimsins sameinumst við í heilun og vekjum upp hinn helga kvennkraft sem býr innra með hverri konu.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Eftir athöfnina verður boðið uppá heitt te – og allir koma með eitthvað nasl til að deila.

Mæting í Móðurhof kl 19.30. Athöfnin byrjar kl 20!

Það er mikilvægt að skrá sig á [email protected] eða í síma 696-5867.
Plássið er ekki stórt í Móðurhofi – því er betra að skrá sig sem fyrst til að halda sínu plássi.

Það kostar 3000 kr að vera með!

Athöfnin fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

~Móðurhof~
Úní Arndísar
www.uni.is
[email protected]
s.696-5867