Nýtt tungl 13 nóvember!

Nýtt tungl athöfn í Merkigili á Eyrarbakka 13 nóvember!
Allar konur velkomnar!

Í þetta skiptið ætlum við að halda friðar-heilunar athöfn. Hver og ein fær heilun inní hringnum. Við sækjum frið og heilun inní myrkrið, inní veturinn. Færum heilun og frið inní líkama okkar og líf. Tökum fagnandi á móti vetrinum.
Komið með Græn kerti. Kubbakerti eða kerti sem standa sjálf – alveg ónotuð kerti – ekki sem búið er að kveikja á áður.
Mæting í Merkigil kl 19.30. Athöfnin byrjar kl 20!
Þið megið líka endilega koma með eitthvað nasl til að gæða sér á eftir athöfnina. Ég verð með heitt te 🙂
En endilega komið og deilið með okkur nýja tunglinu:) Hittumst saman konurnar og biðjum fyrir okkur og heiminum:)
Það kostar 1000 kr að vera með!

Eftir athöfnina mun Guðrún Bergmann kynna nýju bókina sína “Ung á öllum aldri”!

Hlakka til að sjá ykkur sem flestar!
Kær kveðja og ljós
Unnur