*Nýtt tungl 16.júní*

Bleik rós

Nýtt tungl 16.júní 2015

Nýju tungli og sumrinu verður fagnað með bleikri Gyðjuathöfn í Móðurhofi á Stokkseyri þann 16.júní kl 20:00.

Nú er stutt í Sumarsólstöður og því sumarið loksins umvefjandi. Nýja tunglið 16.júní er í Tvíbura. Við munum hreinsa, óska okkur og færa hamingju og gleði inní líf okkar og dreifa til heimsins. Þetta verður bleik rósaathöfn. Því upplagt að koma í bleiku, eða jafnvel ef þú átt bleika slæðu til að vefja þig í.

Þið megið endilega koma með bleika rós og bleikt kerti með ykkur. Það þarf að vera kubbakerti eða kerti sem getur staðið sjálft, og ekki hefur verið kveikt á áður.

Höldum veislu og fögnum sumrinu! Þið megið endilega koma með einhverjar sumarlegar veigar til að gæða sér á eftir athöfnina. Ég verð með sumarte!

Ef veðrið verður gott getur verið að við stígum út fyrir og bjóðum velkomna hafgyðjuna sem nú stendur í garðinum hjá Móðurhofi. Þannig það er um að gera að koma klæddar eftir veðri.

Það er mikilvægt að skrá sig, því plássið í Móðurhofi er ekki mikið.
Skráning og nánari upplýsingar á [email protected] eða í síma 696-5867

Athöfnin fer fram í Móðurhofi, að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.
Athöfnin byrjar stundvíslega kl 20:00 – mæting kl 19:30.

Allar konur hjartanlega velkomnar og um að gera að taka með sér vinkonur, systur, frænkur, dætur, ömmur eða mömmur!

Komið og deilið með okkur nýja tunglinu:)
Hittumst saman konurnar og biðjum fyrir okkur og heiminum:)

Það kostar 3000 kr að vera með!

Hlakka til að sjá ykkur sem flestar!
Kær kveðja og ljós
Úní
[email protected]
s. 696-5867