*Nýtt tungl ~ Gyðjuathöfn 26.mars 2017*

Nýtt tungl 26.Mars 2017
Páskatungl ~ Súkkulaðigyðjan

Gyðjuathöfn á Nýju tungli í Móðurhofi á Stokkseyri!

Sunnudaginn 26.Mars fögnum við Nýju tungli í Móðurhofi.
Á nýju Páskatungli nálægt Vorjafndægrum fögnum við Súkkulaðigyðjunni, töfrunum og lífinu.
Við finnum að daginn er tekið að lengja. Birtan læðist til okkar og gefur von um líf og vor. Ljósið og óskirnar okkar öðlast meira líf með hverjum deginum. Á þessu Nýja tungli heilum við og nærum fræið hið innra. Fræið sem er von um betri heim, lífsneistinn sem fyllir okkur að vori. Við nærum Gyðjuna sem býr innra með hverri konu. Finnum að með von og ósk er hægt að tendra líf í hverju fræi.
Við hreinsum, hugleiðum, óskum okkur og nærum Gyðjuorkuna.

Þemaið er Gult, því eru kertin og klæðin í gulum lit.
Það er upplagt að vera í gulum, hvítum eða gylltum klæðum eða með slæðu sem hægt er að vefja um sig.

Töfraljós – Töfrakerti
Helga töfrakona í kertagerðinni Töfraljós á Selfossi mun útbúa sérstök Páskakerti að þessu tilefni. Kertin verða gul og með yndislegan súkkulaðiilm. Ef þú vilt hafa kertið þitt handunnið af kærleika af henni Helgu þá getur þú látið mig vita og kertið þitt býður eftir þér í Móðurhofi við athöfnina. Kertin kosta 2500 kr.

Á Nýju tungli sameinast konur í Móðurhofi, og biðja fyrir sér og heiminum öllum.
Í heilögum takti við Tunglorkuna og Töfra alheimsins sameinumst við í heilun og vekjum upp hinn helga kvenkraft sem býr innra með hverri konu.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Eftir athöfnina verður boðið uppá heitt te – og allir koma með eitthvað nasl til að deila.

Mæting í Móðurhof kl 16:30. Athöfnin byrjar kl 17:00!

Það er mikilvægt að skrá sig á [email protected] eða í síma 696-5867.

Það kostar 3000 kr að vera með!

Athöfnin fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 7 árin haldið athafnir á  Nýju tungli. Þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum, Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

 

 

~Móðurhof~
Úní Arndísar
www.uni.is
[email protected]
s.696-5867