*Nýtt tungl ~ Gyðjuathöfn 27.janúar 2017*

Nýtt tungl 27.janúar 2017

Nýárstungl / Nýársbrenna

Kvennaathöfn á Nýju tungli í Móðurhofi á Stokkseyri!

Föstudagskvöldið 27.janúar fögnum við Nýju tungli í Móðurhofi.
Það er orðin hefð hjá okkur að halda Nýársbrennu á fyrsta nýja tungli hvers árs. Á fyrsta nýja tungli ársins 2017 brennum við í burtu gamla árið, allt það sem við erum tilbúnar að sleppa og óskum okkur svo inní nýja árið.

Það er upplagt að byrja árið á að óska sér og setja sér markmið. Við notum eldorkuna og kraftinn til að aðstoða okkur við að sleppa því sem ekki þjónar okkur lengur. Þannig opnum við nýtt rými fyrir töfra og ljós inní nýtt ár.

Ef veður leyfir kveikjum við upp eld utandyra í eldstæðinu okkar hér í Móðurhofi. Við fáum nýarshreinsun og óskum okkur svo fyrir nýtt ár á fyrsta nýja tungli ársins.
 Ef veðrið verður leiðinlegt brennum við burtu nýja árið innan dyra. 
En það er mikilvægt að koma klædd eftir veðri.

Á fyrsta nýja tungli ársins höfum við kertin hvít. Kubbakerti sem geta staðið sjálf – og ekki hefur verið kveikt á áður.
Það er líka upplagt að vera í hvítum klæðum eða með hvíta slæðu sem hægt er að vefja um sig.
Einnig er gott að koma með púða og teppi til að þetta verði sem notalegast hjá okkur.

Á Nýju tungli sameinast konur í Móðurhofi, og biðja fyrir sér og heiminum öllum.
Í heilögum takti við Tunglorkuna og Töfra alheimsins sameinumst við í heilun og vekjum upp hinn helga kvenkraft sem býr innra með hverri konu.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Eftir athöfnina verður boðið uppá heitt te – og allir koma með eitthvað nasl til að deila.

Mæting í Móðurhof kl 19:30. Athöfnin byrjar kl 20:00!

Það er mikilvægt að skrá sig á [email protected] eða í síma 696-5867.
Plássið er ekki stórt í Móðurhofi – því er betra að skrá sig sem fyrst til að halda sínu plássi.

Það kostar 3000 kr að vera með!

Athöfnin fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 7 árin haldið athafnir á  Nýju tungli. Þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum, Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

~Móðurhof~
Úní Arndísar
www.uni.is
[email protected]
s.696-5867