*Opinn Yoga- og Hugleiðsludagur í Móðurhofi*

hafið ocean

Opinn Yoga og Hugleiðsludagur í Móðurhofi
Laugardaginn 23.júlí 2016
– frítt á alla viðburði –

Móðurhof, Heilunar- og Yogastöð Unnar Arndísar á Stokkseyri , býður uppá Opinn Yoga- og Hugleiðsludag Laugardaginn 23.júlí nk. Frítt verður á alla viðburði og hægt verður að kynna sér starfsemina og námskeiðin sem framundan eru í Móðurhofi.

Tímarnir sem í boði verða Laugardaginn 23.júlí:

Hugleiðsla og slökun kl 10.00-11.00
Kynning á starfsemi Móðurhofs kl 11.00
Hugleiðsla á hreyfingu kl 13.00-14.00
Slökunarjóga kl 15.00-16.15

Mikilvægt er að skrá sig á viðburðina – því plássið er ekki mikið í Móðurhofi.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]

Í Móðurhofi er boðið uppá Yoga, Hugleiðslur, Spálestra, Tónaheilun og Gyðjuathafnir.
Ný námskeið hefjast í Ágúst.

Ný sending af Gyðjustyttum frá Arndísi Sveinu og töfrahlutir Reynis Katrínar verða til sölu.

UniUnnur Arndísardóttir kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Þar sem áherslan er lögð á innri frið og ró.
Unnur útskrifaðist sem Yogakennari frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010.
Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993.

 

 

~Móðurhof~
Eyrarbraut 47
825 Stokkseyri
s.696-5867
[email protected]