Seiðlæti ~ Heilunarathöfn á Haustjafndægrum

Seiðlæti 

Heilunarathöfn á Haustjafndægrum

Seiðlæti, þau Úní Arndísar tónlistar-og Seiðkona, og Reynir Katrínar Hvít Víðbláinn Galdrameistari og listamaður, syngja seið og ákalla Íslensku Gyðjurnar á Haustjafndægrum.

Seiðlæti bjóða til Heilunarathafnar í Óðinshúsi á Eyrarbakka Föstudaginn 22.september kl 18.00.

Á Heilunarathöfn býðst fólki að upplifa kraft íslensku kvenorkunnar, þegar Seiðlæti ákalla Gyðjur Fensala með tónlist og ljóðum af plötu sinni Þagnarþulur.
Dulmögnuð og seiðandi tónlist Seiðláta færir okkur heilun og frið á þessum kröftugu tímum sem Haustjafndægur eru. Hér gefst fólki tækifæri á að ganga inní veturinn af krafti og kærleik.

Við kynnumst Gyðjunum með því að skoða innri heimana með seiðandi tónum, leiddri hugleiðslu og heilun.

Úní og Reynir hafa unnið saman að því í 14 ár að vekja upp Íslensku kvenorkuna. Þau fremja seið og magna upp Gyðjuna með söng og þulum, sem aðstoða okkur við að kafa dýpra inná við og finna að hinn magnaði kraftur býr hið innra og í náttúrunni allt í kringum okkur.

Þátttökugjald er 5000 kr

Takmarkaður sætafjöldi er á athöfninni því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Skráning á [email protected]

Töframunir Reynis Katrínar verða til sölu, og gefst tækifæri á persónlegri ráðgjöf varðandi kraft og orku munanna.

Seiðlæti
www.seidlaeti.com
s. 696-5867 / 861-2004