Slökunar og dekur helgi 18-20 janúar 2013!

 

Slökun og Hugarró
Frost & Funa Hveragerði
18-20 janúar 2013

Langar þig að byrja nýja árið í slökun og hugarró í fallegu og töfrandi umhverfi?
Anda að þér gleði og friði, og láta dekra við þig?

Helgina 18-20 janúar 2013 verður í boði Slökunar og hugleiðslu helgi á Frosti & Funa í Hveragerði. Boðið verður uppá Yoga, Hugleiðslur, Nudd, Snyrtingu, heilsusamlegt fæði frá Heilsuhælinu í Hveragerði. Heitir pottar, gufa og sundlaug á staðnum.
Dagskráin verður þannig að nægt rými er til að njóta þessa að vera í fallegu umhverfi Frosts & Funa. Við byrjum daginn á Yoga og hugleiðslu, njótum þess að nærast á yndislegu fæði frá Heilsuhælinu í Hveragerði, gerum eftirmiðdagsyoga og hugleiðum svo saman fyrir svefninn á kvöldin. Það verða Nuddari og Snyrtifræðingur á staðnum, sem bjóða uppá unaðslegar meðferðir sem hjálpa okkur að slaka enn betur á og njóta.

Fullkomin leið til að byrja árið í friði og ró. Færa ró og slökun inní kjarnann okkar og njóta þess að anda og vera til.

Kostar:
Í einstaklings herbergi  48.000 kr
Í tveggjamanna herbergi 42.000 kr

Innifalið er Gisting, Fæði, Yoga, Hugleiðslur, Bak og axlanudd, Andlitsskrúbbur og Maski, heitir pottar, gufa, sundlaug og yndisleg náttúran í kring!

*Einnig verður hægt að bóka tíma í lengri Nudd- og Snyrtimeðferðir – sem ekki eru innifaldar í verði.
*Spákona á staðnum

Unnur Arndísardóttir Yogakennari
Arndís Sveina Nuddari og Heilari
Lena Sigurmundsdóttir Snyrtifræðingur

Skráning og nánari upplýsingar gefur Unnur Arndísar í síma 696-5867 eða á [email protected]