*Töfraárið þitt 2015*

stokkseyrarvetrarsól

Nú er nýtt ár og því upplagt að bjóða töfrum og ljósi inní líf okkar.
Á fyrstu dögum hvers árs er orkan svo tær og sterk, og því er svo magnað að setja niður markmið sín, vonir og óskir í byrjun ársins.

Unnur Arndísardóttir seiðkona og jógakennari mun bjóða uppá dagsnámskeið þar sem við setjum okkur markmið fyrir árið, hugleiðum, töfrum og skoðum orkuna sem framundan er árið 2015. Við munum skoða orku hverrar árstíðar og hvers mánaðar fyrir sig. Auk þess sem við drögum spil og rúnir fyrir hvern mánuð ársins. Við lærum einnig auðvelda hugleiðslu sem gott er að tileinka sér reglulega yfir árið og útbúum okkar eigin möntru eða bæn fyrir árið 2015.

Frá árinu 2012 hefur orkan mikið breyst á jörðinni. Indjánar norður og suður Ameríku tala um að nú árið 2015 getum við loksins tekið á móti okkar eigin andlegu endurfæðingu. Því tel ég mikilvægt að við setjum okkur andleg og sterk markmið og bjóðum töfrunum inní líf okkar.

Laugardaginn 17. Janúar munum við hugleiða, draga spil, útbúa okkar eigin bæn/möntru fyrir árið 2015 og læra auðvelda hugleiðslu sem gott er að tileinka sér reglulega yfir árið. Við munum einnig skrifa og teikna í okkar eigin bækur Mandölu fyrir árið.
Hvað er það sem þú óskar þér heitast? Hvernig vilt þú að árið 2015 verði?
Látum draumana okkar rætast og bjóðum töfrunum heim!

Skráning og nánari upplýsingar á [email protected] eða í síma 696-5867

Það er ekki pláss fyrir marga að vera með, þannig endilega skráið ykkur sem fyrst.

Námskeiðið fer fram á Stokkseyri frá kl 10-17 þann 17. Janúar 2015.
Það kostar 8000 kr að vera með