Tónaheilun, Spálestrar og Blómadropar!

Vorið er fullkomið til að huga að líkama og sál. Hreinsa í burtu veturinn og taka á móti sumrinu með gleði í hjarta!
Hér eru meðferðirnar sem ég býð uppá:

Tónaheilun er einföld en áhrifarík leið þar sem Tónhvíslar eru settar á ákveðna punkta á líkamanum, á bein og vöðva til að losa um staðnaða orku og minnka sársauka og verki.
Tónar hafa áhrif á vatnið í líkama okkar og hjálpa okkur að hreyfa við staðnaðri orku og losa um spennu. Mjög góð leið til að ná í slökun inní líf okkar.

Ég spái í Tarot spil og Gyðjurúnir.
Ertu forvitin um framtíðina? Ertu kannski að takast á við eitthvað í lífinu og vantar smá aðstoð og ráð?
Það er gott og gaman að kíkja í spilin og rúnirnar, sér til skemmtunar og kannski bara til að fá staðfestu á hvar þú ert og hvað er best að gera – til að halda áfram með höfuðið hátt!

Ég blanda Blómadropablöndur sem hjálpa okkur að takast á við lífið og tilfinningar okkar. Blómadropar opna augun okkar fyrir töfrum og gleði. Hafa áhrif á samskipti okkar, líðan, tilfinningar og svefn.
Ég nota blómadropa frá FES – sem eru Demeter vottaðir, lífrænir og unnir í kærleika og ljósi í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Yndisleg vara!
Í fyrsta tímanum förum við vel yfir hvað þú ert að ganga í gegnum og hvaða blóm gætu hentað þér best.

Bókanir og nánari upplýsingar á [email protected] eða í síma 696-5867