*Yngismeyjatungl 23.apríl 2017*

Nýtt tungl 23.apríl 2017
Yngismeyjan ~ Regnbogatungl 

Gyðjuathöfn á Nýju tungli í Móðurhofi á Stokkseyri!

Í gamla daga á Íslandi var Sumardagurinn fyrsti helgaður ungum stúlkum og kallaður Yngismeyjadagur.
Á nýju tungli, eftir Sumardaginn fyrsta, fögnum við yngismeyjunum okkar og höldum Regnbogaathöfn í Móðurhofi.
Sunnudaginn 23.apríl fögnum við Regnbogagyðjunni og vorinu sem nú er loksins komið.
Litríku vorinu með regnbogum, vorblómum og vorfuglum sem færir okkur von í hjartað.
Yngismeyjarnar bera sama þokka og vorið, og færa okkur von og gleði.
Við blessum yngstu konurnar okkar og barnið innra með okkur.
Á Regnbogatungli hreinsum við, hugleiðum, óskum okkur og nærum Gyðjuorkuna, og höldum svo Vorveislu á eftir.
Allar konur hjartanlega velkomnar – á Regnbogatungli bjóðum við ungu stúlkunum  okkar með.

Þemaið eru Regnbogar, því eru kertin og klæðin í regnbogans litum.
Það er upplagt að vera í regnboga klæðum eða með slæðu sem hægt er að vefja um sig.

Töfraljós – Töfrakerti
Helga töfrakona í kertagerðinni Töfraljós á Selfossi mun útbúa sérstök Regnbogakerti að þessu tilefni. Bæði stór og lítil fyrir þær yngstu. Ef þú vilt hafa kertið þitt handunnið af kærleika af henni Helgu þá getur þú látið mig vita og kertið þitt býður eftir þér í Móðurhofi við athöfnina. Kertin kosta stór 2500 kr og lítil 650 kr

Á Nýju tungli sameinast konur í Móðurhofi, og biðja fyrir sér og heiminum öllum.
Í heilögum takti við Tunglorkuna og Töfra alheimsins sameinumst við í heilun og vekjum upp hinn helga kvenkraft sem býr innra með hverri konu.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Eftir athöfnina verður boðið uppá heitt te – og allir koma með eitthvað nasl til að deila.

Mæting í Móðurhof kl 16:30. Athöfnin byrjar kl 17:00!

Það er mikilvægt að skrá sig á [email protected] eða í síma 696-5867.

Það kostar 3000 kr að vera með, frítt fyrir 12 ára og yngri.

Athöfnin fer fram í Móðurhofi að Eyrarbraut 47 á Stokkseyri.

Unnur Arndísar seiðkona hefur seinustu 7 árin haldið athafnir á  Nýju tungli. Þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.
Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.
Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

 

~Móðurhof~
Úní Arndísar
www.uni.is
[email protected]
s.696-5867