Gyðjuathöfn, hugleiðsla, slökun, tónheilun & rúnalestur

Jógahornið Þorlákshöfn
Sunnudagur 1.febrúar 2026
kl 10:00-16:00


Við komum saman í Systrahring á Kyndilmessu til að fagna vonarljósinu sem tendrar neistann djúpt hið innra og verður okkur leiðarljós í átt að vori. 

Vetrarljósið sem kveikir lífsneistann í hverju fræi djúpt í jörðu er okkur innblástur í upphafi Febrúar, og því upplagt að fagna innra ljósinu okkar - og innri Gyðjunni. 

Vetrartíðin færir okkur tækifæri á að skríða svolítið inná við og hlúa að okkur. 

Unnur Arndísar býður uppá dagskrá af Gyðjuathöfn, Tónaheilun, hugleiðslu, öndun og slökun - þar sem við undirbúum okkur fyrir veturinn, hlúum að okkur og finnum styrkinn í því að gefa eftir. 

Við byrjum þennan Sunnudagsmorgun á því að hugleiða og óska okkur. Eftir hádegið komum við svo saman í Gyðjuathöfn þar sem Unnur býður þér í næranda trommuferðalag og slökun. Við ferðumst inná við til að sækja mildina okkar, styrkinn og sjálfskærleikann. Við kíkjum einnig í rúnirnar og spilin til að sjá hvað komandi tímar færa þér.

Náttúran í vetrinum sýnir okkur hugrekki sitt í eftirgjöfinni, þegar eitthvað líður hjá og við leyfum því að fara.  Á Fullu Tungli leynist fegurðin í traustinu til lífsins og til gjafanna sem okkur hafa verið gefnar, sem fleyta okkur inn í nýtt tímabil. 

Það eru töfrandi tímar framundan og við tökum fagnandi á móti vetrarljósinu. 

Ef þig langar að hlúa að þér og taka þér örlitla pásu til að hlusta og skynja fegurð þína og styrk - komdu og vertu með okkur í nærandi Vetrarljósi Sunnudaginn 1.febrúar í Jógahorninu Þorlákshöfn

Hvar: Jógahornið, Unubakka 4, Þorlákshöfn

Hvenær: Sunnudaginn 1.febrúar kl 10:00 - 16:00

Hvað kostar: 16.000 kr

Dagskrá

10:00 - 12:00 Morgunhugleiðsla, Gyðjuathöfn & óskir

~ Hádegisverður ~

13:00 - 16:00 Heilunarathöfn, Tónaheilun & Rúnalestur

Innifalið er öll dagskrá - boðið verður uppá te og nasl.
Hádegisverður ekki innifalinn.

Í hádeginu förum við á veitingastað í nágrenninu og njótum þar hádegisverðar
.
Einnig er hægt að taka með sér nesti.

Unnur Arndísar jógakennari og seiðkona, hefur seinustu 16 árin haldið Freyjudaga, Tungl- og Gyðjuathafnir, þar sem konur koma saman og fræðast um tunglorkuna og hinn helga kvenkraft.

Unnur tengir saman mismunandi hefðir í athöfnum sínum. Hún hefur lært og numið frá Indjánum Norður Ameríku, Yogahefðir austursins og hefur hún einnig tileinkað líf sitt Norrænu Gyðjunni og sór eið sem systir Avalon.

Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið, þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

Unnur er jógakennari og hefur kennt jóga og hugleiðslu frá árinu 2010.

Sem tónlistarkona og tónaheilari semur Unnur tónlist og ljóð tileinkuð Íslensku Gyðjunni og Móður Jörð.

Unnur er ófrjó en hefur tekið upp titilinn Perlumóðir, með von um að breyta viðhorfi heimsins á ófrjósemi kvenna.

Unnur hefur tileinkað lífi sínu Móður Jörð, Gyðjunni og því að lifa lífinu blíðlega.

~Uni~
Unnur Arndísar
www.uni.is
[email protected]