Uni

Úní er Tónlistar- og Seiðkona.
Úní er alin upp við andleg mál. Móðir hennar Arndís Sveina Nuddari, Heilari og Seiðkona, kenndi henni að trúa á sjálfa sig og Móður Jörð. Með ástríðu og kærleik í hjarta hefur Úní ferðast víðsvegar um heiminn, og lært mismunandi hefðir og andlegar leiðir.  Hafa þær allar leitt hana aftur í heimahagann til Íslands, þar sem hún hefur og finnur mikla tengingu við orku og verur í Íslenskri náttúru.  Hún hefur helgað líf sitt Gyðjunni og Móður Jörð. Úní á sér draum um að opna fyrir hina töfrandi og dulmögnuðu orku Íslands, og færa Norræna leið fegurðar og heilunar til heimsins.

Úní hefur seinustu 10 árin unnið náið með Reyni Katrínar heilara og galdrakarli. Reynir samdi ljóð tileinkuð Gyðjunum úr Norrænu goðafræðinni, og Úní hefur samið tónlist við ljóðin hans. Úní og Reynir kalla sig Seiðlæti og framkvæma þau saman heiðnar athafnir þar sem sungið er til Gyðjanna. Tónlist þeirra má nálgast á  www.seidlaeti.bandcamp.com
Úní var í tónlistarnámi í Santa Fe í Nýju Mexíkó. Þar sem hún var svo heppin að komast í kynni við hefðir Indjána Norður Ameríku, og lærði leiðir helgra athafna og heilunar. Úní var boðið að vera verndari  eldsins á Íslandi frá Altari Orco Waranka töframannsins Arkan af Lakota hefði Indjána. Þar sem kveiktir voru eldar nokkrum sinnum á ári í bæn til Móður Jarðar. Úní og fjölskylda hennar kveiktu eld fyrir hönd Íslands í hópi yfir 90 elda víðsvegar um heiminn.
Úní útskrifaðist sem Jógakennari frá Jóga-og Blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010, og hefur síðan unnið sem Jóga-og Hugleiðslukennari.
Úní  sór nýlega eið sem Systir Avalon, frá Gyðjuskóla Kathy Jones í Glastonbury í Englandi. Þar sem hún sór eið sem Prestynja Gyðjunnar og athafna hennar.
Úní hefur seinustu 3 árin verið Seiðkona yfir Tunglathöfnum á Nýju tungli. Þar sem konur koma saman og læra um hrynjanda og visku tunglsins.
Úní er ein upphafskvenna Nordic Wisdom Circle. Sem er hópur Skandinavískra andlegra kennara sem kenna Norræna visku og andlegar Norrænar athafnir.
Úní er Tónaheilari, Yogakennari, Blómadropaþerapisti og útbýr hinar ýmsu athafnir tengdar náttúrunni og Gyðjuhefðum.
Úní vinnur einnig náið í tónlist með manni sínum Jóni Tryggva Unnarssyni – en þau forma dúettin UniJon – tónlist þeirra má nálgast á www.unijon.com

Úní býður uppá einkatíma í Tónaheilun, spálestrum og Blómadropum. Hún útbýr einnig athafnir við hin ýmsu tækifæri - Giftingar, Skírnir, Tunglathafnir, Gæsahópa, Gyðjuathafnir eða fyrir hópa sem vilja gera eitthvað heilandi og skemmtilegt saman. Hún getur sniðið athöfnina að hverjum þeim aðstæðum og hópum sem gefast.

Nánari upplýsingar má fá á [email protected] eða í síma 696-5867