Unnur Arndísar jógakennari, tónlistar- og Seiðkona, er alin upp í andlegu umhverfi. Móðir hennar Arndís Sveina nuddari, heilari og Seiðkona, kenndi henni að trúa á sjálfa sig og Móður Jörð.
Með ástríðu og kærleik í hjarta hefur Unnur ferðast víðsvegar um heiminn, og lært mismunandi hefðir og andlegar leiðir.  Allar hafa þær leitt hana aftur í heimahagann til Íslands, þar sem hún hefur og finnur mikla tengingu við orku og verur í íslenskri náttúru.  Hún hefur helgað líf sitt Gyðjunni og Móður Jörð. 

Unnur var í tónlistarnámi í Santa Fe í Nýju Mexíkó árin 2003-2006. Hún var svo lánsöm á þessum tíma að komast í kynni við hefðir og lífsspeki indjána Norður Ameríku og lærði hjá þeim ýmsar leiðir til helgra athafna og heilunar. 

Unnur hefur stundað yoga frá árinu 1993, og útskrifaðist sem Jógakennari frá Jóga-og Blómadropaskóla Kristbjargar árið 2010, og hefur síðan unnið sem Jóga-og Hugleiðslukennari. Hún kennir mjúka blöndu af Hatha og Raja Yoga, með líkamstöðum, öndun og hugleiðslu. Unnur leggur í kennslunni sérstaka áherslu á innri frið og ró. 

Unnur lærði einnig Yoga þerapíu í Transformational Hatha Yoga skólanum á Grikklandi árið 2016, & Restorative Yoga frá Yoga Somatics árið 2018.

Unnur ber titilinn Systir Avalon, frá Gyðjuskóla Kathy Jones í Glastonbury í Englandi, þar sem hún sór eið sem Prestynja Gyðjunnar og athafna hennar.

Unnur lærði tónaheilun hjá Marjorie de Muynck í Nýju Mexikó í Bandaríkjunum árið 2008, en einnig lærði hún um Blómadropa og kraft þeirra og heilun hjá Stefaníu Ólafsdóttur í Nýjalandi árið 2011.

18 ára samstarf Unnar með Reyni Katrínarsyni Galdrameistara opnaði augu hennar og áhuga á Íslensku Gyðjunni. Þau saman kölluðu sig Seiðlæti og unnu með fræði Reynis um Gyðjur, Goð, Verur og Vætti Íslands.

Unnur gaf út sólóplötu árið 2009 sem ber nafnið Enchanted, og árið 2013 gaf hún út ásamt eiginmanni sínum Jóni Tryggva dúettplötuna Morning Rain.  Saman mynda þau dúettinn UniJon.
Unnur var í dúettinum Seiðlæti með Reyni Katrínarsyni og gáfu þau út plötuna Þagnarþulur árið 2017, og er sú plata tileinkuð Frigg og Gyðjum Fensala.

Unnur hefur þróað Íslenskar jarðarathafnir í tengslum við Norræna Árstíðarhjólið þar sem hún beinir augum okkar að Gyðjunni og hvernig hún birtist í Móður Náttúru allt í kringum okkur.

Unnur hefur hannað og gefið út vefnámskeiðin Norræna Tunglið og Mæðraljós, þar sem hún býður uppá Gyðjuathafnir og hugleiðslur á hverju Nýju Tungli ársins og í hverri árstíð. Þar er hægt að njóta hugleiðslu og töfrandi athafna í tengslum við flæði tunglsins og flæði jarðar. 

Unnur er ófrjó en hefur tekið titilinn Perlumóðir í því skyni að umbreyta orku og skynjun á ófrjósemi. Unnur hvetur ófrjóar og barnlausar konur að taka einnig upp titilinn með stolti, og sanna fyrir heiminum að konur án barna hafi mikilvægu og heilandi hlutverki að gegna á Móður Jörð.

Unnur hefur tileinkað lífi sínu Móður Jörð, Gyðjunni og því að lifa lífinu blíðlega.

Unnur býður uppá einkatíma í tónaheilun, spálestri, jóga, hugleiðslu og veitir andlega ráðgjöf. Hún útbýr einnig athafnir við hin ýmsu tækifæri - Giftingar, Skírnir, Tunglathafnir, Gyðjuathafnir eða fyrir hópa sem vilja gera eitthvað heilandi og skemmtilegt saman.
Unnur snýður og hannar athöfnina að hverjum þeim aðstæðum og hópum sem gefast.

Sendu tölvupóst á [email protected] til að bóka eða nálgast nánari upplýsingar.